Hvað næst? Hjólvelta varð? Mannvelta varð?

Líttskiljanleg er sú brýna nauðsyn, sem margir blaðamenn virðast telja til þeirra hvimleiðu málalenginga að nota orðin "bílvelta varð", meira að segja tvisvar í sömu stuttu fréttinni. . 

"Bílvelta varð" felur í sér fjögur atkvæði en orðin "bíll valt" aðeins tvö atkvæði. 

Hvað næst? Hlaupahjólvelta varð? Mannfall varð? 

Er enginn leið að hemja þessar málalengingar eins og til dæmis að nota orðin "Við erum að sjá" algerlega að ástæðulausu, jafnvel oft í röð í sömu setningunni þegar talar eru upp staðreyndir? 

"Við erum að sjá mikla aukingu í fjölda fólks" er sagt í stað þess að segja bara: "Fólki fjölgar."

Munurinn er 14 atkvæði í staðinn fyrir 4. 


mbl.is Bílvelta varð á Bústaðavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri Þráinsskildir á teikniborði framtíðar á Reykjanesskaga?

fjölbreytni eldstöðva er eitt af því sem víða má sjá á hinum eldvirka hluta Íslands. 

Af því  að eldvirknin er af völdum hreyfingar meginlandsflekanna í sundur, eru gígaraðir ein algengasta en jafnframt sérkennilegasta form eldstöðva og einstætt fyrir Ísland, og hafa þegar birst í gosunum 2021 og 2022.  

Oft er birtingarmyndin  sú, að í byrjun gís á sprungu, líkt og í gosinu í Heimaey, en síðan styttist hún og öll virknin fer í einn gíg, sem í  þessu gosi varð að Eldfelli. 

Önnur birtingargerð eru svonefndar dyngjur, svo sem Skjaldbreiður og um tugur slíkra á svæðinu norðan Vatnajökuls. 

En dyngjur má líka finna á Reykjanesskaga og koma Heiðin há og Þráinsskjöldur upp í hugann auk grágrýtisdyngjunnar Borgarhóla á Mosfellsheiði. 

Þráinsskjöldur og Þráinsskjaldarhraun eru skammt frá gosunum við Fagradalsfjall, en svona dyngjur verða til í hægfara og jöfnum hraunstraumi sem byggir dyngjuna upp út frá einu megin gosopi. 

Það er ekkert útilokað að á komandi öldum eldvirkni á Reykjnesskaga verði dyngjugos, sem yrðu þá væntanlega túristagos af bestu gerð vegna langlífis með dramatískum blæ.  


mbl.is Lítil breyting á gosinu frá því í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband