Fleiri Þráinsskildir á teikniborði framtíðar á Reykjanesskaga?

fjölbreytni eldstöðva er eitt af því sem víða má sjá á hinum eldvirka hluta Íslands. 

Af því  að eldvirknin er af völdum hreyfingar meginlandsflekanna í sundur, eru gígaraðir ein algengasta en jafnframt sérkennilegasta form eldstöðva og einstætt fyrir Ísland, og hafa þegar birst í gosunum 2021 og 2022.  

Oft er birtingarmyndin  sú, að í byrjun gís á sprungu, líkt og í gosinu í Heimaey, en síðan styttist hún og öll virknin fer í einn gíg, sem í  þessu gosi varð að Eldfelli. 

Önnur birtingargerð eru svonefndar dyngjur, svo sem Skjaldbreiður og um tugur slíkra á svæðinu norðan Vatnajökuls. 

En dyngjur má líka finna á Reykjanesskaga og koma Heiðin há og Þráinsskjöldur upp í hugann auk grágrýtisdyngjunnar Borgarhóla á Mosfellsheiði. 

Þráinsskjöldur og Þráinsskjaldarhraun eru skammt frá gosunum við Fagradalsfjall, en svona dyngjur verða til í hægfara og jöfnum hraunstraumi sem byggir dyngjuna upp út frá einu megin gosopi. 

Það er ekkert útilokað að á komandi öldum eldvirkni á Reykjnesskaga verði dyngjugos, sem yrðu þá væntanlega túristagos af bestu gerð vegna langlífis með dramatískum blæ.  


mbl.is Lítil breyting á gosinu frá því í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gígaröð, ekki á Íslandi. En gígaraðir eru ekki einstæðar fyrir Ísland, nema að því leiti að Íslenskar gígaraðir er aðeins að finna á Íslandi. Að sama skapi eru Íslenskir jöklar, Íslenskar mýrar, dyngjur, fjörur, eyðimerkur, skógar, tún og hagar "einstætt fyrir Ísland". Og venjulega er talað um að eitthvað sé einstakt en ekki einstætt, nema um foreldri sé að ræða.

Vagn (IP-tala skráð) 6.8.2022 kl. 17:18

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gaman væri ef Vagn gæti upplýst um annað land á þurrlendi jarðar en Ísland, þar sem eru gígaraðir. 

Ómar Ragnarsson, 6.8.2022 kl. 23:37

3 identicon

Myndin af gígaröðinni hér að ofan er ekki frá Íslandi og hún er heldur ekki tekin neðansjávar.

Og þessi er tekin á Kamchatka, sem einnig er utan Íslands og ekki neðansjávar.https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/b/b7/%D0%A2%D0%BE%D0%BB%D0%B1%D0%B0%D1%87%D0%B8%D0%BD%D1%81%D0%BA%D0%B8%D0%B9_%D0%94%D0%BE%D0%BB.jpg

Bandaríkin,Craters of the Moon National Monument

Etna á Ítalíu er hluti af gígaröð, Mexikó hefur sínar, Japan, Indónesía o.s.frv. Allavega fimm af heimsálfunum sjö hafa sínar gígaraðir.

Vagn (IP-tala skráð) 7.8.2022 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband