Gólfið er eitt stærsta atriðið í hönnun rafbíla.

Um langan aldur hefur miðhluti undirvagns bíla verið einn mikilvægasti og dýrasti hluti hvers bíls. 

Af því hefur stafað sú tilhneiging að bílaframleiðendur sameinist um ákveðin miðstykki sem grunn bílsins, enda liggja um það meginlínur vélbúnaðar og driflínu. 

Mun einfaldara og ódýrara er að fikta við ytra byrði bílanna og gefa þeim með því sinn sérstaka svip. 

Sem dæmi má nefna bíla Volkswagen samsteypunnar þar sem Polo, Audi 3 og Fabia eru allir með sama miðstykkið. 

Eitt af grunnatriðunum í vandræðum Boeing verksmiðjanna með 737 Max að miðstykki í lágþekjum á borð við lungann af flugflota heims er lang dýrasti og flóknasti hluti vélanna. 

Þess vegna reyndu verksmiðjurnar að komast hjá því að hanna nýja vél fyrir nýja og mun sparneytnari hreyfla, sem voru stærri um sig en eldri hreyflar, með því að færa þá framar og ofar á vængina, en hanna síðan háþróað tölvustýrt stjórnkerfi til að flugvélin gæti flogið af fyllsta öryggi í öllum venjulegum aðstæðum. 

Með tilkomu rafbílanna breytist eitt aðalatriði slíkra bíla, sem sker þá frá eldsneytisknúnum bílum, en það eru hinar rúmfreku og þó einkum þungu rafhlöður bílanna. 

Niðurstaðan varð sú að gera fremri hluta undirvagnsins að aðalstaðnum fyrir rafhlöðurnar og nýta sér þannig þunga þeirra til að færa þyngdarpunktinn neðar eftir því sem kostur væri.

Tesla ruddi brautina með því að sérhanna bíl, sem eingöngu gæti gengið fyrir raforku, og aðrir framleiðendur hafa orðið að flýta sér að hanna nýja undirvagna, sem eru sérhannaðir fyrir raforkubúnað.  

Ókosturinn við þetta varðandi það að setja rafhlöðurnar neðst í miðstykki bílanna varð þó sá, að með þessu hækkaði gólfið í þessum bílum talsvert svo að lofthæðin inni varð minni og ölli með því lakari setstöðu fyrir farþegana og hækkuðum þyngdarpunkti þeirra. 

Tvær nýjar gerðir bíla eru nú með endurbætur á þessu, Dacia Spring og MG4. 

Á Dacia Spring eru rafhlöðurnar settar undir aftursætið og farþegar látnir fá meira fótarými í staðinn. Setið í aftursætunum nýtur góðs af þessu og vegna meira rýmis niður á við fyrir fæturna þarf ekki að hækka þakið og þyngdarpunkt aftursætisfarþega. 

Samanlagður árangur af þessu og því að takmarka vélarafl og orkumagn gerir heildarþyngd bílsins lægri en ella. 

Mú virðist MG ætla að fara að hluta til svipaða leið með því að minnka hæðina, sem raflhlöðurnar fá undir gólfinu niður í aðeins 11 sentimetra og halda samt möguleika á 64 kwst rafhlöðum.  

Spennandi verður að sjá hvernig til tekst, því að á smærri rafbílum er vandamálið það, að óþægilegra er að sitja í aftursætum en ella. 


mbl.is Fyrsti bíll MG í millistærðarflokki C
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar bíll var keyptur, af því að hann hafði aldrei komið á verkstæði.

Sú ályktun, að eitthvað hljóti að vera fullkomið af því að það hafi aldrei bilað, getur þýtt þveröfugt, að það sé einmitt komið að því að bilanirnar byrji. 

Gott dæmi er það, þegar fyrir nokkrum áratugum gróf í kýli í baki hjá manni, sem ekki tókst að kreista nógu vel úr því. 

Kýlið jafnaði sig sem hart þykkildi í bakinu, sem læknir mælti með að yrði samt tekið. 

Þá voru liðin 20 ár liðu án þess að neitt gerðist og ekkert aðhafst, af því að allt var með friði og spekt. 

Síðan gerðist það að það fór að grafa í þykkildinu sama dag og halda átti í fimm daga ferð til Bandaríkjanna, og var ákveðið að láta slag standa og standa við samning um þessa Bandaríkjaför. 

Sú ákvörðun var kolröng, því að ekki fannst möguleiki til almennilegrar meðferðar vestra, kýlið var orðið á stærð við bolta þegar komið var til Íslands og í kjölfarið komu veikindi með eftirmálum, sem héldust í heilt ár við að vinna bug á ófétinu auk stíflugulu og lifrarbrests sem stóð í þrjá mánuði.  

Málið minnti á það þegar 18 ára piltur keypti sér bíl þegar hann fékk bílpróf skömmu eftir að Bretinn kom með bullandi verkefni 1940 og keypti sér vörubíl. 

Hann valdi sér bíl, sem unnusta hans hafði ekki mikla trú á, en nýi bíleigandinn sagðist hafa fallið fyrir, af því að þessi bíll hefði aldrei komið á verkstæði. 

Það reyndist kolröng ályktun, því að við tók tímabil þar sem bíllinn eyddi meiri tíma á verkstæðum en í akstri.   

Sú ályktun að vatnsæðin við Hvassaleiti hafi verið metin í góðu standi, af því að hún hefði aldrei bilað að ráði, minnir svolítið á sögurnar tvær hér að ofan.  


mbl.is Birtingarmynd stærra vandamáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband