Sveindís Jane með orð kvöldsins: "...Við ætlum á HM!"

Landsleikurinn í kvöld var hluti af aðdraganda þess að íslenska landsliðið í knattspyrnu kæmist á MM. Sveindís Jane átti því orð kvöldsins í öllu svekkelsinu þegar hún sagði að loknum grátleg lokum leiksins við Holland: "..Við ætlum á HM" 

Það þýðir að í stað þess að aðdragandanum að HM sætinu lyki í kvöld, heldur hann áfram í umspili, sem framundan er. 

Svo einfalt er það.  


mbl.is Sárgrætilegt tap og Ísland í umspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Suðvesturríki Bandaríkjanna enn verr stödd en Kína.

Þrjár fréttir á sama sólarhringnum um loftslag, hver frá sínu heimshorni, eru afar athyglisverðar. 

Skal þá fyrst tekin til sú stærsta, að vegna loftslagsbreytinga í suðvesturríkjum Bandaríkjanna síðasta aldarfjórðung stefna suðvesturríki Bandaríkjanna beint inn í fágætt hrun undirstöðu þeirra í orkumálum, landbúnaðarmálum og byggðamálum, Arizona, Utah, Kalifornía og Nýja Mexíkó.   

Frá alda öðli hefur Kolóradófljót verið burðarás í efnahagslífi þessa hluta Bandaríkjanna í krafti tveggja stórvirkjana, Glen Canyon og Hoover. 

En aðalhlutverk þessara stíflna hefur þó frá upphafi verið stórfelldar áveitur, sem hafa skapað gríðarleg verðmæti í hvers kyns akuryrkju. 

Stíflurnar tvær fyrrnefndu voru reistar til að mynda tvö stór miðlunarlón, Mead og Powell lónin. 

Þegar ég fór langar og mjög lærdómsríkar ferðir um síðustu áramót um þennan stóra hluta Bandaríkjanna hefði engað órað fyrir því hvaða hamfarir væru í aðsigi. 

Að vísu var farið að minnka svolítið í lónunu, en það voru smámunir einir miðað cið það sem síðan hefur gerst. 

Hroðalegt var að sjá á myndum í sjónvarpsþættinum 60 mínútum í gær, hvernig lónin eru á hraðri leið til glötunar við að valda hlutverki sínu.

Óafturkræft og stöðugt fall lónshæðar upp á marga tugi metra hefur haft hrikalegar afleiðingar. Þetta hrun hefur verið stanslaust og ekki verið vegna tímabundinna þurrka, heldur er um samfellda hamfarahlýnun að ræða í meira en tvo áratugi. 

Viðtengd frétt á mbl.is frá Kína er slándi, en hér heima heyrist mest í þeim, sem telja allt tal um loftslagsbreytingar bull eitt, vegna þess að fjórir sumarmánuðir á litla Íslandi séu þeir næst svölustu á þessari öld, þ. e. eftir árið 2000.   


mbl.is Heitasti ágúst frá upphafi mælinga í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband