Suðvesturríki Bandaríkjanna enn verr stödd en Kína.

Þrjár fréttir á sama sólarhringnum um loftslag, hver frá sínu heimshorni, eru afar athyglisverðar. 

Skal þá fyrst tekin til sú stærsta, að vegna loftslagsbreytinga í suðvesturríkjum Bandaríkjanna síðasta aldarfjórðung stefna suðvesturríki Bandaríkjanna beint inn í fágætt hrun undirstöðu þeirra í orkumálum, landbúnaðarmálum og byggðamálum, Arizona, Utah, Kalifornía og Nýja Mexíkó.   

Frá alda öðli hefur Kolóradófljót verið burðarás í efnahagslífi þessa hluta Bandaríkjanna í krafti tveggja stórvirkjana, Glen Canyon og Hoover. 

En aðalhlutverk þessara stíflna hefur þó frá upphafi verið stórfelldar áveitur, sem hafa skapað gríðarleg verðmæti í hvers kyns akuryrkju. 

Stíflurnar tvær fyrrnefndu voru reistar til að mynda tvö stór miðlunarlón, Mead og Powell lónin. 

Þegar ég fór langar og mjög lærdómsríkar ferðir um síðustu áramót um þennan stóra hluta Bandaríkjanna hefði engað órað fyrir því hvaða hamfarir væru í aðsigi. 

Að vísu var farið að minnka svolítið í lónunu, en það voru smámunir einir miðað cið það sem síðan hefur gerst. 

Hroðalegt var að sjá á myndum í sjónvarpsþættinum 60 mínútum í gær, hvernig lónin eru á hraðri leið til glötunar við að valda hlutverki sínu.

Óafturkræft og stöðugt fall lónshæðar upp á marga tugi metra hefur haft hrikalegar afleiðingar. Þetta hrun hefur verið stanslaust og ekki verið vegna tímabundinna þurrka, heldur er um samfellda hamfarahlýnun að ræða í meira en tvo áratugi. 

Viðtengd frétt á mbl.is frá Kína er slándi, en hér heima heyrist mest í þeim, sem telja allt tal um loftslagsbreytingar bull eitt, vegna þess að fjórir sumarmánuðir á litla Íslandi séu þeir næst svölustu á þessari öld, þ. e. eftir árið 2000.   


mbl.is Heitasti ágúst frá upphafi mælinga í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er hörmulegt að flokkakerfið í Bandaríkjunum er fest í viðjar tveggja flokka. Eina vonin er að repúblikanar breytist og skilji mikilvægi umhverfisverndar og að demókratar hætti stuðningi við öfgafemínisma og slíkt. Þar með væri hægt að stefna samtaka framávið.

Tíminn styttist og mikilvæg er samstaðan sem aldri fyrr.

Ég er sammála innihaldi þessa góða pistils. 

Ingólfur Sigurðsson, 6.9.2022 kl. 15:23

2 Smámynd: Haukur Árnason

"Þegar ég fór langar og mjög lærdómsríkar ferðir um síðustu áramót um þennan stóra hluta Bandaríkjanna hefði engað órað fyrir því hvaða hamfarir væru í aðsigi. "

"
Þetta hrun hefur verið stanslaust og ekki verið vegna tímabundinna þurrka, heldur er um samfellda hamfarahlýnun að ræða í meira en tvo áratugi."

Finnst þetta ekki alveg passa saman ?

Allt í góðu lagi um síðustumót ?

Haukur Árnason, 6.9.2022 kl. 16:03

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Viðfangsefnin með sjálfbæran vatnsbúskap virtust vera viðráðanleg um síðustu aldamót. Þá voru liðin um 60 ár frá tilkomu Mead miðlunarlónsins við Hooverstífluna og 35 ár frá gerð Powell lónsins við Glen canyon stífluna.

En hrikalegur munur sést vel á smanburðinum á vatsnhæðinni núna og 1999.

Á þessari öld hefur verið samfelld breyting á loftslagi að viðbættu aukinni tilhneigingu til rányrkju, og viðfangsefnin, sem lýstt er í 60 mínútum eru ofðboðsleg. 

Krafan um endalausan hagvöxt og neyslu er að bíða hrikalaust skipbrot. Búið er að njörva hátimbrað kerfi samninga fjögurra ríkja um kerfi áveitna og virkjana svo kyrfilega niður, að ekki virðiist hægt að brjótast út úr því. 

Ómar Ragnarsson, 7.9.2022 kl. 07:03

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Leiðrétting: "Hrikalaust" á aðð vera "hrikalegt". 

Ómar Ragnarsson, 7.9.2022 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband