Áhrif koma í ljós á æ fleiri "innviði". Flugbeitt útfærsla á verkfalli.

Eftir því sem nær dregur verkföllum morgundagsins koma fleiri og fleiri atriði á sviði svonefndra innviða í ljós þar sem verkfall tiltölulega fárra manna hefur mögnuð áhrif.  

Þegar þetta er borið saman við verkföll fyrri tíðar sýnir þetta vel, hvað nútíma þjóðfélagsgerð er miklu flóknari en áður var. 

Eina hliðstæðan hér áður fyrr, sem kemur í hugann, eru sú sterka staða, sem mjólkufræðingar hjá Mjólkurbúi Flóamanna höfðu. 

Þeir voru fáir, en verkfall þeirra þeim mun meira áhrifameira. 

Þegar núverandi ástand kemur í ljós er því líklegt að þau orð, sem eru yfirskrift viðtengdrar fréttar á mbl.is, séu sannmæli: "Miklu alvarlegra mál en fólk heldur." 


mbl.is Miklu alvarlegra mál en fólk heldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Goslíkur vaxandi víða.

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir nú svipað og sagt var hér á síðunni fyrir nokkrum dögum, að nú þurfi að hafa meira varann á en áður þegar skjálftahrinur og kvikuhreyfingar séu á ferð á Reykjanestá.   

En fleiri eldstöðvar láta á sér kræla. Hekla og Grímsvötn komin á tíma og Askja komin líka í biðrððina með kvikuhreyfingu og upphitun Öskjuvatns sem ný fyrirbæri.  


mbl.is Grunur uppi um kvikuhreyfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband