Reynslan, erlendis og hér, hlýtur að verða að vega þungt.

Svonefnd smáfarartæki eru nýjung hér á landi og í öðrum löndum er reynslan orðin ögn lengri. 

Eitt af matsatriðunum varðar mikinn mun á stærð, hraða og eðli farartækjanna og þar vega nokkur atriði misjafnlega mikið.  

Stærð bíla er tíu til tuttugu sinnum meiri en rafhlaupahjóla, en lítil þyngd hlaupahjólanna getur samt gert það hættulegra fyrir ökumann þess að lenda í árekstri en ef hann væri á bíl, þar sem hann er varinn af öryggispúðum og bílbeltum. 

Hlífðarhjálmur á höfði getur minnkað hættuna fyrir hlaupahjólsmanninn en er óþarfur í bíl. 

Slysatölur sýna að banaslys og alvarleg slys eru tvöfalt tíðari miðað við ekna vegalengd á vélhjólum en bílum, en þegar kafað er niður í tölurnar sést, að helmingur þessarar háu tölu hjá ölvuðu fólki á vélhjólum er vegna þess að hinn slasaði var ölvaður, næstum tvöfalt hærri tíðni en ölvun veldur hjá ökumönnum bíla. 

Byltingin í notkun rafhlaupahjólanna hefur verið og er svo hröð, að hið opinbera verður að fylgjast sem allra best með henni til þess að geta gert  naðsynlegar breytingar.  


mbl.is Hopp segir of langt gengið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband