Reynslan, erlendis og hér, hlýtur að verða að vega þungt.

Svonefnd smáfarartæki eru nýjung hér á landi og í öðrum löndum er reynslan orðin ögn lengri. 

Eitt af matsatriðunum varðar mikinn mun á stærð, hraða og eðli farartækjanna og þar vega nokkur atriði misjafnlega mikið.  

Stærð bíla er tíu til tuttugu sinnum meiri en rafhlaupahjóla, en lítil þyngd hlaupahjólanna getur samt gert það hættulegra fyrir ökumann þess að lenda í árekstri en ef hann væri á bíl, þar sem hann er varinn af öryggispúðum og bílbeltum. 

Hlífðarhjálmur á höfði getur minnkað hættuna fyrir hlaupahjólsmanninn en er óþarfur í bíl. 

Slysatölur sýna að banaslys og alvarleg slys eru tvöfalt tíðari miðað við ekna vegalengd á vélhjólum en bílum, en þegar kafað er niður í tölurnar sést, að helmingur þessarar háu tölu hjá ölvuðu fólki á vélhjólum er vegna þess að hinn slasaði var ölvaður, næstum tvöfalt hærri tíðni en ölvun veldur hjá ökumönnum bíla. 

Byltingin í notkun rafhlaupahjólanna hefur verið og er svo hröð, að hið opinbera verður að fylgjast sem allra best með henni til þess að geta gert  naðsynlegar breytingar.  


mbl.is Hopp segir of langt gengið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velti því lika fyrir mér hvort að þeir aki þessum faratækjum eigi að hafa allan rétt í umfreðinni en engar skyldur né ábyrgð.

Hver er t.d. ábyrgur fyrir því tjóni sem verður af notkun þessara farartækja?

Notandinn sjálfur?

Eigandi og rekstraraðii tækjanna t.d. Hopp að bera ábyrgð á tjóni sem veður af völdum þessara tækja?

Og eiga þeir sem aka þessum tækjum að fá að aka þeim undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna án refsinga?

Eiga þessi tæki að fá að aka um á akvegum ætluðum bifreiðum t.d. að þjóðvegum landsins sem og innan bæjar- og borgarmarka?

Ættu þessi tæki ekki að vera bæði skoðunar- og trygginaskyld eins og önnur vélknúin ökutæki?

Eiga þessi tæki að fá að aka um á t.d. gangstéttum innan um gangandi vegfarendur?

Ég hef t.d. sjálfum tvisvar næstum þeim verið keyrður niður af svona tækjum þegar ég í mesta sakleysi mínu var bara að labba á gangstétt.  Sá sem ók þessu var bara með derring og leiðindi út í mig og ók svo í burtu.
Þarna hefði ég t.d. geta slasast eða jafnvel dáið.

Mér finnst þessi eigandi Hopp vera ansi frek og vilja að notkun þessara tækja sem ekki háð neinum takmörkunum og séu jafnvel undanþegin lögum, rétti og allri ábyrgð.

Gönguþór (IP-tala skráð) 1.3.2023 kl. 16:50

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Einhvers staðar verður samt að draga línuna. Hlaupandi maður getur til dæmis óvart rekist á gangandi mann og ölvaður gangandi maður ennfremur. 

Ómar Ragnarsson, 1.3.2023 kl. 22:02

3 identicon

Eina vitið er að það sé slökkt á þessum leigu tækjum milli t.d. 12-06og kannski lengra um helgar.

En auðvitað þarf að skera úr um ábyrgð. Félagi minn lenti í því að ekið var í hlið bifreiðar hans, viðkomandi unglingur náði ekki að stoppa.

Bíllinn hans er enn beyglaður. Ekki var hægt að fá þetta bætt frá Hopp.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 1.3.2023 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband