Bankahrunið: Gunnar Tómasson ýjaði að hruninu nokkrum mánuðum fyrr.

"Sjáið þið ekki veisluna" hafa orðið fleyg ummæli sem einn ráðherra ríkisstjórnarinnar 2008 lét falla á Alþingi um þá, sem gagnrýndu efnahagsstjórnina þar á útmánuðum það ár. 

Þá höfðu vöruflutningabílstjórar staðið fyrir miklum mótmælum við Rauðavatn, enda voru þeir í hópi þeirra tugþúsunda Íslendinga, sem höfðu látið lokkast af fagurgala bankakerfisins og guldu nú fyrir það í dæmalausu hruni krónunnar, sem þegar hafði byrjað veturinn áður, en það þýddi að skuldasnjóhengja landsmanna óx og óx í krónum talið. 

Þegar aðdragandi Hrunsins var skoðaður síðar, kom í ljós að nánast kraftaverk hafði bjargað bankakerfinu frá hruni haustið 2006, en í kjölfar þess gerði Sjálfstæðisflokkurinn kjörorðið "traust efnahagsstjórn" að kosningaslagorði sínu! 

En hlálegasta auglýsingin fyrir "veisluna" var alþjóðleg auglýsing Kaupþingsbankans, þar sem erlendur stórleikkari var látinn útlista alveg nýja efnahagsspeki, svonefnt "Kaupthinking"!

Sumarið 2008 voru mörg teikn á lofti um óhjákvæmilegt hrun, en Gunnar Tómasson virtist einn um það að birta tölur, sem sýndu geigvænlega skuldastöðu þjóðarinnar, "snjóhengjuna" sem bólgnaði upp yfir höfðum landsmanna.

  


mbl.is Þykist hafa séð bankahrunið fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband