Kalla breyturnar í útreikningum og spám á nýjar nálgarnir á lofslagsvandann?

Síðan fram komu nýjar tegundir í spám um orsakir og afleiðingar í veðurfari jarðar fyrir næstum 30 árum hefur áherslan verið nær eingöngu fólgin i þvi að sporna gegn hlýnun lofthjúpsins á grundvelli næsta einhliða sýnar á því, í hverju sú hlýnun hljóti að verða. 

En þegar hún er borin saman við annars háttar breytingar sem gætu byggst á flóknari áhrifaþáttum, svo sem áhrifum stóraukins flæðis ferskvatns út í Norður-Atlantshafið frá bráðnandi jöklum, er nýstárlegt að sjá hugsanlega breytingu í formi alvarlegrar kólnunar loftslags á Norður-Atlantshafi sem afleiðingu af bráðnun íssins. 

Spyrja má, hvort ekki sé réttara að færa áhersluna á minnkun útblásturslofttegunda yfir í það að hún beinist að aðgerðir til þess að mannkynið forðist sem mest inngrip í samsetningu lofthjúpsins til að "rugga ekki bátnum."

Einnig að hraða orkuskiptunum nú með sðmu rökum og gert var á síðustu öld varðandi upphitun húsa.  


mbl.is Kuldakastið afbrigðilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband