Þarf að blása til nýrrar gagnsóknar til bjargar íslenskunni strax.

Viðtalið á mbl.is við Linu Hallberg um stöðu íslenskunnar ætti að hringja öllum viðvörunarbjöllum varðandi þá hættu sem þjóðtunga okkar er komin í. 

Vandinn gagnvart enskunni er margfalt meiri en vandinn var gagnvart dönskunni á 19. öld. 

Hinn mikli innflutningur fólks af erlendum uppruna á sér ekki fordæmi, heldur bætist við þau atriði sem greiddu dönskunni braut á 19. öld, þ. e. að fólk væri byrjað að hugsa á dönsku og embættismenn að þróa með sér tyrfinn málstíl, sem kallaður var kansellístíllinn, af því að hann blómstraði mest í stjórnkerfinu og menntakerfinu. 

Nú hafa samfélagsmiðlar og fjölmiðlar auk gríðarlegs magns af efni á ensku reist flóðbylgju, sem þrengir sér æ víðar inn í almenna málnotkun.  Viðvörunarbjöllur gella alls staðar.  


mbl.is Of seint eftir tíu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagleg síbylja sem fer dagvaxandi.

Síbyljan um óstöððvandi vöxt orkuframleiðslu innanlands nefnir sífellt hækkandi tölur til þess að viðhala fréttagildinu. Í ljósi þess að forstjóri Audi bílaverksmiðjanna í Þýskalandi hefur sagt að á endanum yrði lítil innstæða fyrir framleiðslu rafeldsneytis með vindorku, er enginn vafi á hvert stefnan liggur: Fleiri, fleiri og fleiri virkjanir í vatnsafli og jarðvarma. 

Erlendu fyrirfólki er boðið að sjá dýrðina og vegsama hana fyrir lýð öllum á þeim stað í íslenska jarðvarmaorkukerfinu þar sem rányrkjan er mest, á Hellisheiði. 

Þessa dagana er áróðurinn tvöfaldur, því að í viðbót við endalaus viðtöl í tilefni af fundum um málið er gefið út sérstakt aukablað í nafni "Orkuklasans" með Morgunblaðinu.  


mbl.is Gæti þurft að tvöfalda raforkuframleiðsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband