Evel Knievel lifði af á fjórða hundrað beinbrot.

Bandaríski ofurhuginn Evel Knievel lifði af jafn mörg beinbrot á brokkgengum ferli sínum og hundruð manna samtals þurfa að jafna sig eftir á venjulegum lífsferli. 

Knievel varð frægasti "stunt" maður allra tíma, ekki aðeins fyrir geðveikisleg fífldirfsku risastökk á vélhjóli sínu, heldur ekki síður fyrir fjölbreytileika þeirra og dramatísk áföll, þar sem hann æ ofan í æ varð að leggjast á spitala með áverka af öllu tagi. 

Lengsta stökk hans var yfir 14 stóra Greyhound rútur, sem lagt hafði verið þétt að hverri annarri svo að stökkið sjálft varð meira en 40 metra langt! 

Eftir mislukkað stökk yfir 13 rútur á Wembley, þar sem hann braut sig illa, fór dirfskan að dala sem bein afleiðing af því að hann fór að reyna að draga úr áhættunni við atburðina. 

En við það dró líka úr spennunni sem hafði haldið honum á toppnum. 

Knivel lifði öll sín fjölmörgu og ótrúlega fjölbreytilega uppátæki af alveg fram undir sjötugt.  


mbl.is Tók fyrstu skrefin eftir að hafa brotið fleiri en 30 bein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig standa mál Ofanflóðasjóðsins?

Snjóflóðið núna í Neskaupstað minnir dáltíð á snjóflóð, sem féll í Bolungarvík fyrir 26 árum. 

Þótt þessu væri lýst með orðinu "spýja" var hún nógu krafmikil til þess að fara í gegnum dyr og glugga á kjallara, og hefði getað farið illa ef einhver hefði verið þar inni.  

Í framhaldi af þessu var farin fréttaferð á vegum RÚV til snjóflóðastöðvarinnar í Davos i Sviss og hjólin fóru  að snúast í snjóflóðamálum okkar. 

Stofnaður var sérstakur Ofanflóðasjóður sem notaður yrði í metnaðarfullt átak hér heima í þessum málum.  

Því miður var smám saman farið að nota fjármunina í sjóðnum í annað, að því er virtist með þeirri hugsun, sem hefur loðað svo lengi við hér, að það væri bæði hægt að eiga kökuna og éta hana. 

Sem sagt, skárra væri að nota peningana í annað en ofanflóðavarnir í stað þess að láta þá liggja. Treyst virtist á það að snjóflóð féllu síðar.  En snjóflóð falla því miður ekki þegar menn vilja það, heldur ætti löng reynsla að hafa kennt Íslendingum að þau falla þegar þær aðstæður eru, að landi hallar og það getur fallið snjór.   

Þegar snjóflóð olli miklum skemmdum á Flateyri fyrir nokkrum misserum vöknuðu gamlir draugar í tengslum við það að vestra höfðu snjóflóð drepið 35 manns 1995 í snjóflóðum á Vestfjörðum. 

Tólf manns fórust í snjóflóðinu í Neskaupstað 1974 og ekki furða að fólki verið hverft við þegar flóð gerir usla þar 49 árum síðar, þótt blessunarlega hafi ekki orðið alvarleg meiðsl á fólki í þetta sinn.   


mbl.is Rúður brotnuðu í fjölbýlishúsi sem flóð féll á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband