Enn ein birtingarmynd vanhugsaðrar vanrækslu.

Síðusu árin sem Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli var með sveit björgunarþyrlna á Keflavíkurflugvelli var þess vandlega gætt að ekki væru færri en fimm þyrlur ásamt viðeigandi mannskap á vellinum.  

Þessi lágmarkstala var engin tilviljun, því að þyrlur missa margfalt meiri tíma úr úthaldi vegna viðhalds heldur en flugvélar. 

Björgunarafrekið frækna í Vaðlavík byggðist, ef rétt er munað, á því að tvær þyrlur yrðu látnar fara saman í leiðangurinn.  

Ein varð að vera í viðbragðsstöðu á vellinum, gera varð ráð fyrir því að ein væri í viðhaldsskoðun á hverjum tíma og einnig að ein gæti bilað. 

Öll nýting mannaflans við þyrlurnar miðaðist við sérstöðu þessara tækja. 

Ef litið er á rekstur Landhelgisgæslunnar nú og í gegnum tíðina sést blasa við algert skilningsleysi Íslendinga á þessum málum, þar sem vandræðaástand er orðið að venjubundnu ástandi svo vikum skiptir.  


mbl.is Þyrluflugmenn vildu ekki hlaupa í skarðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þar sem landi hallar og getur snjóað, þar geta fallið snjóflóð."

Síðusut misserin eru Austfirðingar og landsmenn að vakna við þann veruleika, að á Austfjörðum geta komið margra daga tímabil með áður óþekktu magni af snjó eða rigningu, sem veldur snjóflóðum eða aurflóðum á borð við aurskriðurnar á Seyðisfirði. 

"Við munum ekki eftir svona miklum snjó" var setning sem heyrðiast oft í fréttum í gær. 

Síðuhafi hefur fylgst grannt með veðri á Brúaröræfum síðan 2003 og tekið eftir því, að þurrasta svæði landsins, frá Vestur-Öræfum vestur fyrir Dyngjuökul og Dyngjufjöll, hefur skroppið saman, þannig að austurmörk þess hafa færst frá Snæfelli vestur að Kreppu. 

Á fyrrum griðlandi hreindýra á Hálsi og í Hjalladal og í Kringilsárrana eru nú engin hreindýr. 

1994 féll snjóflóð sem varð tveimur að aldurtila á Seljalandsdal við Ísafjörð og var norskur sérfræðingur í snjóflóðum fenginn til að skoða það. 

Úrskurður hans var einfaldur; "Þar sem landi hallar og getur snjóað, þar geta fallið snjóflóð."

Hann bauðst til að skoða aðra staði vestra en var sagt að hann hefði aðeins verið beðinn um þetta eina mat. 

Árið eftir féllu snjóflóðin á Súðavík og Flateyri, einnig flóð í Reykhólasveit, risaflóð á óbyggt svæði í Dýrafirði og einnig féll snjóflóð á jafn ólíklegum stað og Blönduósi og síðar í Bolungarvík. 

Á næsta ári verða 30 ár síðan snjóflóðafræðingurinn norski mælti lykilorðin um snjóflóð, sem líka gátu átt við um rigningu og aurflóð, og enn erum við Íslendingar að læra hvað þau þýddu. 

Hin stóru áhlaup margra daga steypiregns og snjókomu verða æ algengari, og þegar litið er yfir þennan landshluta virðist ný hegðun veðurs, hugsanlega af völdum loftslagsbreytinga, vera að verða æ algengari.   

Fyrsta upphafið var flóðið í Neskaupstað fyrir tæpum 50 árum, og enn erum við ekki komin lengra en raun ber vitni i vörnum og viðbrögðum. 

Norðmaðurinn hefði getað bætt við 1994:  "Nú falla snjóflóð á byggð þar sem áður ver ekki byggð." 

Svo einfalt var það og er enn.  

 


mbl.is Með 40 skurði um líkamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband