Betra er seint en aldrei í vetrarþjónustunni. Furðulegt nýyrði: Snjóveður.

Það þurfti tvo stórhríðarkafla með árs millibili til þess að loksins væri farið í það augljósa verk að koma einhverju viti í skipulagningu og framkvæmd vetrarþjónustu í Reykjavík. 

Annmarkana mátti meðal annars sjá í myndskreyttum pistlum á þessari bloggsíðu í bæði skiptin og vitnað í sextíu ára reynslu Finna til dæmis um það sem kalla má "fyrirbyggjandi snjómokstur."

Nú er bara að láta ekki orðin tóm nægja, heldur taka nýja takta upp næstu vetur. 

Íslenskan á tugi orða sem lýsa snjó og hríðarveðri. Setja verður stórt spurningarmerki við það að fundið var upp hrátt þýtt nýyrði úr ensku; "snjóstormur". 

Í viðtengdri frétt á mbl.is um bætt vinubrögð í vetrarþjónustu hér á landi er nú sett á flot nýyrðið "snjóveður." 

Vel er hægt að flokka stig þjónustunnar með númerum og velja úr tugum íslenskra orða sem heiti á misjðfn snjóalðg og snjókomu. 

Þótt efast megi um að þegar á hólminn er komið verði kostnaðarlega hægt að leysa þetta verkefni, eru þó þau skil núna miðað við ástandið hingað til, að sett eru fram æskileg markmið í stað þess að hjakka ævinlega í sama ómögulega farinu án viðleitni til endurbóta.  

"Orð eru til alls fyrst" segir máltækið. 


mbl.is Svona vill borgin bæta snjómokstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plastið er eitt af stærstu málum samtímans, en öðruvísi en Disney grunaði.

Walt Disney var afar hrifinn af möguleikunum, sem notkun plasts gæfi fyrir framtíðina, og var með því talsvert á undan samtíð sinni.  Notkun plasts er yfirþyrmandi hvar sem litið er, og þarf ekki annað en að horfa á tölvuna eða nærumhverfið hverju sinni. 

En þegar svo langt er komið, að plastagnir eru komnar inn í allt umhverfið og lífíkið heimskauta á milli sýnist augljóst að það kunni að vera risavaxnasti Frankenstein allra tíma. 


mbl.is Bann á örplasti nær til 197 gervigrasvalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband