Hjólin gefa færi á að vinna upp "glötuð unglingsár" skellinöðrualdursins?

Það er óhætt að taka undir með þeim, sem hafa uppgötvað þá dásemd sem notkun hvers kyns hjóla getur gefið af sér, allt frá hlaupahjólum og upp úr.  Náttfari við Engimýri

Hjá síðuhafa háttaði þannig að hann var brjálað reiðhjólafrík frá níu ára aldri, og fékk sér meira að segja bæði gíra í hjólið og höggdeyfa að framan, sem var nýjung á þeim tíma í byrjun sjötta áratugsins. 

Ekki dugði minna en að fara hjólandi austur fyrir fjall og allt upp í Norðurárdal. Í ferðinni upp í Norðurárdal var takmarkið að hjóla 20 km að meðaltali á hverri klukkustund. 

Hjólatímabilinu lauk þegar stokkið var yfir skellinöðruárin og keyptur minnsti, umhverfismildasti og ódýrasti bíll landsins.  Léttfeti við Gullfoss

Á tímabili í kringum 1970 var notað samanbrjótanlegt reiðhjól til að hafa með sér í sumar flugferðir á TF-GIN en að öðru leyti virtust hjólaárin að baki.

En 2015 var þráðurinn tekinn upp að nýju með því að fara á rafreiðhjólinu Sörla fyrir rafafli hans eingöngu frá Akureyri til Reykjavíkur um Hvalfjörð á innan við tveimur sólarhringum og kostaði rafmagnið í ferðinni aðeins um hundraðkall. 

Á þessari leið var dýrlegasti hlutinn í Öxnadal þar sem liðið var áfram hljóðlaust og hlustað á fugla á hreiðrum sínum í æfingaferð á rafreiðhjólinu Náttfara. 

Efri myndin er af Náttfara við Engimýri í Öxnadal, en fyrir neðan hana mynd af rafknúna léttbifhjólinu Léttfeta við Gullfoss í ferð um Gullna hringinn, en hjólið er með útskiptanlegum rafhlöður. Léttir við Jökulsárlón

Nú, átta árum síðar, eru hjólin þrjú, sem hafa verið notað um allt land, allt vestur á Ísafjörð, og austur á Egilsstaði og Hornafjörð, því við Náttfara hafa bæst Léttir, Honda PCX 125 PCX ótrúlega sparneytið og hraðskreitt bensínknúið léttbifhjól, og 2020 bættist Super Soco CUx rafmagnsléttbifhjól í hópinn, sem nefnt er Léttfeti. 

Á neðstu myndinni er Léttir við Jökulsárlón. 

Svo fjðlbreytileg og skemmtileg hafa not þessara léttbifhjóla verið, að segja má að þau hafi veitt eigandanum dýrlegt tækifæri til að vinna upp "glötuð unglingsár" á skellinöðrualdri hans.  

 

 


mbl.is Hugmyndin kviknaði við eldhúsborðið heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnir um margt á Citroen DS hér um árið. Er hámark fegurðar í skiptilykli?

Þegar Citroen DS var frumsýndur 1955 þóttu það tímamót í hönnun bíla. Bíllinn var með loftmótstöðustuðul upp á ca. 0,30 cx þegar aðrir bílar voru með 0.50 cx og qþaðan af meira.DSC00536 

Hann var allt öðruvísi útlits en aðrir bílar til þess að ná þessum árangri. 

Á þessum árum neyddust verksmiðjurnar til að nota vél, sem skorti afl og var hönnuð 20 árum fyrr. En samt náði DS meiri hámarkshraða en mun aflmeiri bílar. 

Afturendinn á Ioniq minnir svolítið á afturendann á Citroen DS, en hönnuðirnir bæði lengdu bílinn og lækkuðu hann til þess að koma loftmótstöðunni niður í 0,21 cx, sem er í raun fáránlega lág tala. 

Þetta skilar sér í hinni gríðarlegu drægni. 

NSU Ro 80 var valinn bíll ársins í Evrópu og var með metlága loftmótstöðu; minnti að því leyti á Citroen DS og Hyundai IONIC 6. 

Allir þessir bílar eru auðþekkjanlegir á laginu að aftan. Hönnuður hjá Citroen sagði, að sér fyndist fegurð nytjahluta fara eftir því hve mikið lagið og línurnar í þeim þjónuðu nytjahlutverki. þetta var sagt á þeim árum sem Citroen Bragginn og Citroen DS komu fram á sjónarsviðið. 

Hann sagði að fegursti hlutur sem hann þekkti væri venjulegur skiptilykill. Hver einasta lína í slíku verkfæri þjónaði notagildinu. Meginásar skiptilykis eru annars vegar skaftið og hins vegar hausinn. Þessir tveir ásar mynda samt ekki rétt horn, heldur murar þar ca 10 gráðum. Í lyklinum eru bogadregnar línur, sem verða að vera til þess að virkni lykilsins sé hámmörkuð.  Tilhneiging til straumlínulags hófst í kringum 1933 með því að byrja að halla framrúðum bílanna um 10 gráður frá lóðréttu plani, því að lóðréttar framrúður ollu hámarks loftviðnámi þess hluta bílsins.

Síðan þá hafa bílar smám saman orðið með minna loftviðnám, Volkswagen Bjallan var meo CX 0,48 og Golf með 0,42. 

Sú tala er tvöfalt hærri en á Ionic 6, og á tímum eftirsóknar eftir orkunýtni er upplífgandiað sjá svona bíla koma fram á sjónarsviðið.


mbl.is Hyundai IONIQ 6 þrefaldur sigurvegari í World Car Awards 2023
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband