Hjólin gefa færi á að vinna upp "glötuð unglingsár" skellinöðrualdursins?

Það er óhætt að taka undir með þeim, sem hafa uppgötvað þá dásemd sem notkun hvers kyns hjóla getur gefið af sér, allt frá hlaupahjólum og upp úr.  Náttfari við Engimýri

Hjá síðuhafa háttaði þannig að hann var brjálað reiðhjólafrík frá níu ára aldri, og fékk sér meira að segja bæði gíra í hjólið og höggdeyfa að framan, sem var nýjung á þeim tíma í byrjun sjötta áratugsins. 

Ekki dugði minna en að fara hjólandi austur fyrir fjall og allt upp í Norðurárdal. Í ferðinni upp í Norðurárdal var takmarkið að hjóla 20 km að meðaltali á hverri klukkustund. 

Hjólatímabilinu lauk þegar stokkið var yfir skellinöðruárin og keyptur minnsti, umhverfismildasti og ódýrasti bíll landsins.  Léttfeti við Gullfoss

Á tímabili í kringum 1970 var notað samanbrjótanlegt reiðhjól til að hafa með sér í sumar flugferðir á TF-GIN en að öðru leyti virtust hjólaárin að baki.

En 2015 var þráðurinn tekinn upp að nýju með því að fara á rafreiðhjólinu Sörla fyrir rafafli hans eingöngu frá Akureyri til Reykjavíkur um Hvalfjörð á innan við tveimur sólarhringum og kostaði rafmagnið í ferðinni aðeins um hundraðkall. 

Á þessari leið var dýrlegasti hlutinn í Öxnadal þar sem liðið var áfram hljóðlaust og hlustað á fugla á hreiðrum sínum í æfingaferð á rafreiðhjólinu Náttfara. 

Efri myndin er af Náttfara við Engimýri í Öxnadal, en fyrir neðan hana mynd af rafknúna léttbifhjólinu Léttfeta við Gullfoss í ferð um Gullna hringinn, en hjólið er með útskiptanlegum rafhlöður. Léttir við Jökulsárlón

Nú, átta árum síðar, eru hjólin þrjú, sem hafa verið notað um allt land, allt vestur á Ísafjörð, og austur á Egilsstaði og Hornafjörð, því við Náttfara hafa bæst Léttir, Honda PCX 125 PCX ótrúlega sparneytið og hraðskreitt bensínknúið léttbifhjól, og 2020 bættist Super Soco CUx rafmagnsléttbifhjól í hópinn, sem nefnt er Léttfeti. 

Á neðstu myndinni er Léttir við Jökulsárlón. 

Svo fjðlbreytileg og skemmtileg hafa not þessara léttbifhjóla verið, að segja má að þau hafi veitt eigandanum dýrlegt tækifæri til að vinna upp "glötuð unglingsár" á skellinöðrualdri hans.  

 

 


mbl.is Hugmyndin kviknaði við eldhúsborðið heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband