6.4.2023 | 22:51
Skriftin er á veggnum.
Stóra línuritið, sem sýnir mannfjöldaspá fyrir ESB löndin á 21. öldinni er svo sláandi, að nota má gamla orðtakið um skriftina á veggnum.
Aldurshlutföll mannfjöldans munu breytast mjög í þá átt sem nota mætti þá lýsingu, að æ færri muni þurfa að vinna fyrir æ fleiri öldruðum lífeyrirþegum.
Og ástandið í Frakklandi einmitt undanfarnar vikur sýnir hina miklu tregðu gegn þessari þróun sem brýst út þegar reynt er að breyta aldursmörkunum, sem ákvarða starfslok vegna aldurs.
Þörfin á gagngerðri breytingu á lífsháttum, mataræði og hreyfingu er æpandi þegar horft er á sívaxandi "velmegunarsjúkdóma og afleiðingar þeirra.
Sívaxandi vandræði í heilbrigðisþjónustunni og velferðarkerfinu vex meðal annars vegna hins mikla skilningsleysis og þrjósku ráðamanna gagnvart orsökum og afleiðingum á þessu sviði.
Íbúafjöldinn í ESB að ná hámarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í spjallinu, sem þessi bloggpistill er tengdur við á mbl.is, er hugmyndum um íslenskan her stillt upp sem eina möguleikanum andspænis því að hafa engan íslenskan her.
En 1951 var efling varna hér leyst með komu bandarísks varnarliðs og allt fram til 2006 stóðu innanlandsdeilur um varnarmálin aðallega um veru þess liðs.
Ekki er hægt að skauta framhjá tilvist þessa möguleika um bandarískt varnarlið í rökræðum um íslenskan her með sjálfboðaliðum eða herskyldu.
Fyrir rúmri öld var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um þegnskylduvinnu og var henni hafnað í henni. Íslendingar eru ólíklegir til að samþykkja herskyldu.
Meðal atriða, sem átti þátt í höfnun þegnskylduvinnu var þessi vísa:
"Ó, hve margur yrði sæll
og elska myndi landið heitt
mætti´hann vera í mánuð þræll
og moka skít fyrir ekki neitt."
Gætum kvatt 38 þúsund manns í her | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)