Skautað framhjá því að herinn komi aftur. "Ó, hve margur yrði sæll..."

Í spjallinu, sem þessi bloggpistill er tengdur við á mbl.is, er hugmyndum um íslenskan her stillt upp sem eina möguleikanum andspænis því að hafa engan íslenskan her. 

En 1951 var efling varna hér leyst með komu bandarísks varnarliðs og allt fram til 2006 stóðu innanlandsdeilur um varnarmálin aðallega um veru þess liðs.  

Ekki er hægt að skauta framhjá tilvist þessa möguleika um bandarískt varnarlið í rökræðum um íslenskan her með sjálfboðaliðum eða herskyldu. 

Fyrir rúmri öld var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um þegnskylduvinnu og var henni hafnað í henni. Íslendingar eru ólíklegir til að samþykkja herskyldu. 

Meðal atriða, sem átti þátt í höfnun þegnskylduvinnu var þessi vísa:

 

"Ó, hve margur yrði sæll 

og elska myndi landið heitt

mætti´hann vera í mánuð þræll 

og moka skít fyrir ekki neitt."


mbl.is Gætum kvatt 38 þúsund manns í her
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband