Skriftin er á veggnum.

Stóra línuritið, sem sýnir mannfjöldaspá fyrir ESB löndin á 21. öldinni er svo sláandi, að nota má gamla orðtakið um skriftina á veggnum. 

Aldurshlutföll mannfjöldans munu breytast mjög í þá átt sem nota mætti þá lýsingu, að æ færri muni þurfa að vinna fyrir æ fleiri öldruðum lífeyrirþegum.  

Og ástandið í Frakklandi einmitt undanfarnar vikur sýnir hina miklu tregðu gegn þessari þróun sem brýst út þegar reynt er að breyta aldursmörkunum, sem ákvarða starfslok vegna aldurs. 

Þörfin á gagngerðri breytingu á lífsháttum, mataræði og hreyfingu er æpandi þegar horft er á sívaxandi "velmegunarsjúkdóma og afleiðingar þeirra. 

Sívaxandi vandræði í heilbrigðisþjónustunni og velferðarkerfinu vex meðal annars vegna hins mikla skilningsleysis og þrjósku ráðamanna gagnvart orsökum og afleiðingum á þessu sviði.  


mbl.is Íbúafjöldinn í ESB að ná hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband