Axel Björnsson gerði drög að viðbragðsaðgerðum fyrir tæpum 30 árum.

Ferð með Jón Jónsson jarðfræðinginn upp í Lakagíga fyrir um þrátíu árum til gerðar þáttar um hann kemur upp í hugann, þegar nú er rifjað upp það sem hann spáði um eldgos á Reykjanesskaganum fyrir 60 árum. 

Jón fór um ýmislegt eigin leiðir um ýmislegt í fræðigrein sinni til dæmis kenningu hans um eldsumbrot á Síðuafrétti, sem hefði eytt svonefndum Tólfahring, tylft bæja nyrst í Skaftártungu, nokkrum öldum áður en síðar brast á með Skaftáreldum. 

Einnig setti Jón fram ágiskun um hvarf Þjóðverjannna Knebels og Rudloffs í Öskju 1907. 

Fyrir um 30 árum vann Axel Björnsson jarðfræðingur úttekt á náttúruvá á Reykjanesskaga og skipti henni í tvo meginkafla, annars vegar sunnan Hafnarfjarðar og hins vegar norðursvæði. 

Þegar ráðamenn sáu meginlínur þessara tveggja útttekta og varð bilt við að sjá, hve gríðarleg náttúruváin á norðursvæðinu var og hve stór verðmæti voru þar í húfi.  

Var hún snarlega sett til hliðar en ákveðið að kíkja frekar eitthvað á syðri hlutann. 

Endanleg niðurstaða varð, ef rétt er munað, að ekkert varð úr neinu, og má telja það alveg sérlega íslenskt að víkjast undan þeim hluta þessa verks, sem stærri var og þar að leiðandi mikilvægara. 


mbl.is Spámaður í eigin föðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

500 MW risagufuaflsvirkjun í Krýsuvík sem fyrst?

Fyrir nokkrum misserum gaf Grindavík út framkvændaleyfi fyrir gerð nýrrar gufuaflsvirkjunar í Eldvörpum suðvestur af Svartsengi. 

Sú virkjun á að taka gufuafl úr orkuhólfi, sem er sameiginlegt fyrir bæði Svartsengi og Eldvörp. 

Núverandi öflun gufuorku í Svartsengi felur í sér fyrirbærið "ágeng orkuöflun" sem fellur undir hugtakið rányrkja. 

Með því að bæta virkjun í Eldvörpum við hana verður einfaldlega flýtt fyrir því að öll orka þessa svæðis verði uppurin á örfáum áratugum. 

Nú hefði mátt halda að svona hugmynd myndi dofna eitthvað við eldgosin á þessu svæði. 

En það er nú öðru nær. 

Í þættinum Vikulokunum í morgun talaði Jón Gunnarsson ákveðið fyrir því að réttustu viðbrögðin við jarðeldunum á Reykjanesskaga séu að slá sem duglegast í virkjanaklárinn og nefndi í því sammbandi hugmyndir sem settar hafa verið fram um langstærstu gufuaflsvirkjunina á Reykjanesskaganum, sem samkvæmt opinberum gögnum þar um yrði 500 megavött, eða nær tvöfalt stærri en núverandi stærð Hellisheiðarvirkjunar!  

Nú virðast margir samkvæmmt þessu vera orðnir svo sannfærðir um nauðsyn sem mestra virkjanaframkvæmda, að búið er að gera þetta að hálfgerðum trúarbrögðum.  


mbl.is Orkuver í Svartsengi á öruggari stað en fyrir gos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband