Nasasjón af áhrifum nýrrar byggðar á lendingar og flugtök lofar ekki góðu.

Stefnan, sem tekin hefur verið í uppbyggingu húsa í stórum stíl þétt upp að Reykjavíkurflugvelli, minnir á orðtakið "skjóta fyrst og spyrja svo."

Greinilega á að taka áhættuna af því hefja uppbygginguna áður en fyrir ligga niðurstöður rannsókna á loftflæði og ókyrrð í lofti. 

Nú þegar er risið næsta hátimbruð byggð á svonefndum Valsreit sem hefur áhrif á loftflæði fyrir flugvélar í lendingum og flugtökum á norður-suðurbrautinni. 

Síðuhafi hefur stundum nýtt sér heimildir til snertilendinga á þessari braut og hefur því fengið nasasjón af þessum lendingum og flugtökum í stífum hliðarvindi, þegar hann steypist yfir þetta nýja hverfi og frumniðurstöðurnar eru ekki uppörvandi. 

Með tilkomu þessa fimm hæða hverfis er mun meiri ókyrrð þarna en var, áður en "neyðarbrautinni" svonefndu var fórnað fyrir hið nýja hverfi. 

Íbúðablokkirnar þarna liggja eins og háir veggir þvert á vindstefnuna og valda mikilli ókyrrð. 

Af þessu ætla menn greinilega ekkert að læra, heldur halda áfram að sækja að vellinum með þeirri aðferð að skjóta fyrst og spyrja svo.  

 


mbl.is Byggt við flugvöllinn enn á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband