Stefnir í að orðin "heldur betur" verði orð ársins? Jú, heldur betur.

Í lok síðustu ára hefur fest í sessi að velja svokölluð "orð ársins."

Já, heldur betur.

Að undanförnu hefur engu verið líkara en eins konar stífla hafi brostið hjá fjölmiðlafólki landins með sífelldri og víðtækri notkun orðanna "heldur betur". 

Þetta hefur gengið svo langt, að þegar tveir fréttamenn hafa talað í frétt, hafa báðir stagast á þessu ágenga tískuyrði. 

Og þegar eru komnir fram fréttamenn sem byrja jafnvel alltaf á þessu sem fyrstu orðum tilsvara. 

Já, heldur betur. 

Er einhver von til að þessu heldur betur fári fari að linna? 

Nei, heldur betur ekki. 

Það hefur nefnilega færst heldur betur í vöxt að nota þessi síbyljulegu orð heldur betur bæði í bæði jákvæðri og neikvæðri umgjörð. 

Þess vegna er það heldur betur ekki tilviljun hve mikið verðandi orð ársins 2024 eru notuð í þessum stutta pistli. 

Já, heldur betur. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin bæta við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband