Markar Grindavík endalok "þetta reddast" stefnunnar íslensku?

Íslendingar þraukuðu fyrstu ellefu aldirnar eftir landmám með því að tileinka sér fágætt æðruleysi á "mörkum hins byggilega heims" þar sem hvers kyns plágur, óblíð veðrátta og náttúruhamfarir voru ekki á mannlegu valdi.

Öræfajökulsgosið 1362,  Skaftáreldar 1783 og Öskjugosið 1875, Heklugosin og Kötlugosin, þetta voru allt saman stórfelldar hamfarir, en þjóðin tók því eins og hverju öðru hundsbiti. 

 "Grípa þarf gæsina meðan hún gefst", "neyttu meðan á nefinu stendur," og fleira slíkt, þetta voru stefin í hegðun, sem hverfðist að lokum í kringum orðtakið "þetta reddast."

Tuttugusta öldin markaðist af þessu hvað eftir annað. 

Engar viðvörunarbjöllur hringdu þegar Vestmannaeyjagosin tvð dundu óvænt yfir í Surtsey og Heimaey 1963 og 1973. 

Mannskæð snjóflóð eins og þau sem féllu á 20. öldinni í Siglufirði, Hnífsdal, Goðdal, Neskaupstað, Patreksfirði, Seljalandsdal, Súðavík og Flateyri, voru til marks um ástandið í ríki vetrar konungs.  En engar bjöllur hringdu.

Loksins var brugðist við í aldarlok, en þó ekki betur en svo, að Ofanflóðasjóður hefur verið sveltur og skertur allar götur frá stofnun hans. 

2020 bregður síðan svo við að eldsumbrot, ýmist neðan jarðar eða ofan, hefjast á Reykjanesskaga og jörð titrar ekki aðeins út á Reykjaneshrygg, heldur brjóta eldfjallafræðingar nú heilann um hugsanlegt virknisskeið framundan, sem gæti staðið í fimm kvikukerfum allt austur og norður til Þingvallavatns, og endist þetta nýja eldgosaskeið jafnvel í nokkur hundruð ár.  

Í Skaftafellssýslu miðaði fólk tímatalið við Skaftárelda og talaði um árafjðldann "fyrir eld" og "eftir eld."

Á svipaðan hátt gæti nú stefnt í að tala um "fyrir Grindavík" og "eftir Grindavík." 

Því að mikið er í húfi hvað snertir það stórbrotna fyrirbæri og firn hvað snertir þann grunn tilveru okkar og uppsprettu lífs okkar sem íslensk náttúruvá felur í sér. 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Hrina stórra skjálfta á Reykjaneshrygg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband