18.1.2010 | 21:52
Ekki of sigurvissir.
Íslenska landsliðinu í handbolta hefur oft gengið einna best þegar vonirnar hafa verið minnstar.
Þannig var það 1961 við kepptum á heimsmeistaramóti og áttum þó ekkert boðlegt íþróttahús, heldur lékum í bragga sem var allt of lítill, - unnum þó fyrrum silfurlið Svía og vorum skammt frá því að fara í undanúrslit en lentum í 6. sæti.
Vonirnar voru miklar fyrir einum og hálfum áratug þegar við héldum heimsmeistarakeppnina sjálfir og vonbrigðin þeim mun meiri.
Á áttunda áratugnum sendum við sterkt lið til keppni í Austur-Þýskalandi, en liðsmenn fengu einhverja umgangspest og guldi afhroð.
Vissulega er nauðsynlegt að stefna að sigri og hafa sjálfstraustið í lagi, en í ljósi reynslunnar held ég að rétt sé að varast of mikla siguvissu.
Enginn leikur mun vinnast fyrirhafnarlaust.
Allir klárir í slaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Serbar eru 7,5 milljónir. Við erum um 320 þúsund. Því hljóta þeir að vinna, er það ekki? Nei, bíðið við, við höfum unnið Kínverja í einhverju, er það ekki? Þeir eru fjórðungur alls mannkyns. Þetta verður létt á morgun!
Ursus, 18.1.2010 kl. 23:23
Vonandi. Vonandi hafa þeir ekki eytt of miklu púðri í marga og tíða æfingaleiki.
Ómar Ragnarsson, 19.1.2010 kl. 00:36
Serbar eyddu öllu sínu púðri í að skjóta nágranna sína og fyrrum samlanda, og gerðu það með all nokkrum stæl. Nú eru þeir púðurlausir, en komnir með handbolta í stað hríðskotariffilsins. Hvort fer þeim betur? Kemur í ljós á morgun!
Ursus, 19.1.2010 kl. 00:46
Áttu við 1964 í Innsbruck?
Ólafur Kristjánsson (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 00:50
Ég vona að það sé komið að gullinu. Það er allt hægt ef allt gengur upp. Ég spái að við leikum til úrslita við frakka eins og á Ólympíuleikunum og að stríðsgæfan verði okkar megin.
Sigurður Sveinsson, 19.1.2010 kl. 08:11
Nei, ekki Innsbruck, heldur mót sem var af einhverjum ástæðum þremur árum fyrr. Þar áður kepptum við 1958 og urðum níundu.
Ómar Ragnarsson, 19.1.2010 kl. 09:47
Misminni hjá mér. Bratislava 1964 átti það að vera. Þá unnum við Svíana 12-10 í fyrsta sinn. Vona að ég fari rétt með!
Ólafur Kristjánsson (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.