19.1.2010 | 10:16
Nįttśrutalent.
Gušmundur Lįrusson var einstakur ķžróttamašur į sinni tķš. Hann var fęddur hlaupari eins og sést į žvķ aš žegar hann keppti fyrst į frjįlsķžróttamóti ķ Reykjavķk stakk hann haršsnśna spretthlaupara af og hljóp 100 metrana į 11,5 sekśndum į strigaskóm !
Hann kom frį Eyrarbakka og sló nęst ķ gegnķ Vestmannaeyjum žar sem tķmaverširnir trśšu vart klukkum sķnum, - 11,1 !
Frį Vestmannaeyjum komu snjallir menn eins og Torfi Bryngeirsson og sķšar Įrni Johnsen en Torfi lżsti sķšar vel žvķ hugarfari sem Eyjapeyjarnir höfšu žegar hann sagši į leišinni til Brussel til aš verša žar Evrópumeistari: "Strįkurinn frį Bśastöšum er sko enginn lopi!"
Gušmundur var ķ fremstu röš hér į landi ķ 100, 200, 400 og sķšast 800 metra hlaupum.
Žaš var unun aš horfa į hann hlaupa žvķ aš hann virtist ekkert hafa fyrir žvķ heldur tifaši aš žvķ er virtist įreynslulaust allan hringinn ķ 400 metra hlaupinu.
Gušmundur var hįrsbreidd frį veršlaunasęti ķ 400 metra hlaupinu į EM ķ Brussel žvķ aš hann leit til hlišar žegar markiš nįlgašist til aš fylgjast meš keppinaut sķnum, Svķanum Wolfbrandt, og kastaši sér sķšan įfram yfir marklķnuna, en įttaši sig ekki į žvķ aš lķnurnar og hlišstólparnir sem hann hélt aš vęru endamarkiš höfšu veriš sett žarna fyrir ašra hlaupagrein fyrr um daginn og hafši gleymst aš mį lķnurnar śt og taka hlišstólpana ķ burtu.
Viš žetta missti Gušmundur Svķann fram śr žvķ aš 10 metrar voru ķ hiš raunverulega endamark.
Hann setti hiš langlķfa Ķslandsmet, 48,0, ķ undanśrslitahlaupinu en hljóp į 48,1 ķ śrslitunum og hefši lķklega nįš 47,9 ef sķšustu 20 metrar hlaupsins hefšu heppnast betur.
Gušmundur hélt lengi tryggš viš ęskuna ķ frjįlsķžróttunum og var tķmavöršur į mótum um įrabil.
Hann var einstaklega gešžekkur mašur og ljśfur og aš honum er sjónarsviptir.
Andlįt: Gušmundur Lįrusson | |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Athugasemdir
Fallega męlt hjį žér Ómar og tek undir žaš sem žś segir žarna. Žótt ég hafi ekki haft tękifęri į aš kynnast honum, eins og žś geršir, žį spjallaši ég nóg viš hann til aš sjį hvaša mann hann hafši aš geyma.
Jónas Egilsson, 19.1.2010 kl. 15:05
Tek undir meš žér Ómar. Žetta rifjar upp hvaš manni žótti svakalega gaman į Melavellinum, į žessu įrum. Allar hlaupastjörnurnar!
Ólafur Sveinsson (IP-tala skrįš) 19.1.2010 kl. 15:44
Ómar!
Žakka žér fyrir góš orš um föšur minn, Gušmund Lįrusson. Sjįlfur hafši hann aldrei nein orš um feril sinn eša afrek. En ég er viss um aš honum hefši lķkaš vel umfjöllun žķn. Beztu kvešjur og lifšu heill. Hannes Freyr
Hannes Freyr Gušmundsson (IP-tala skrįš) 21.1.2010 kl. 21:25
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.