Vafasamar aðferðir hér heima.

Ýmsar aðferðir sem notaðar eru til að lokka kaupendur hljóta að teljast vafasamar. Dæmi um slíkt er auglýsingamiði sem borinn var í hús fyrir jól þar sem ákveðin þjónusta var í boði og stóð á miðanum að hann væri ígildi eitt þúsund króna ef handhafi hans kæmi með hann á stöðina þar sem þjónustan væri í boði. 

Ég gaf mér svo sem ekki tíma til að fara í rannsóknarblaðamennsku út af þessu og finna út hvaða verðs væri krafist hjá helstu keppinautum þessa aðila, sem notaði þessa aðferð til að lokka að sér kaupendur.

Spurningin var nefnilega: Af hve hárri upphæð var þessi þúsund króna afsláttur veittur?

Er hugsanlegt að á hæfilega löngu tímabili áður en þetta frábæra tilboð var gefið hafi þessi þjónusta orðið meira en þúsund krónum dýrari en hjá helstu keppinautum, þannig að verðið var eftir sem áður hærra, þótt þúsund krónum væri slegið af?

Spurningin er nefnilega aðeins ein: Hve mikið færðu fyrir hvaða pening? Ekki, hvort veittur sé afsláttur sem samt kann að vera það lítill að verðið sé ekki það lægsta sem býðst.  


mbl.is Sneri á keppinautinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér fyrir Ómar.  Þegar ég var unglingur þá kostaði vara bara inkaup + álagningu.  En í dag kostar hún inkaup + álagningu + afslátt.  svo er bara spurningin hvað menn eru snjallir að snapa sér afslátt.  Kjánalegt kerfi og punktakerfin líka sem hygla þeim sem mesta hafa möguleikanna til að eiða.

Hrólfur Þ Hraundal, 19.1.2010 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband