Fimm mínútur réðu úrslitum.

Fimm mínútna kafli í upphafi síðari hálfleiks réðu úrslitum í leik Frakka og Íslendinga þegar Frakkar breyttu stöðunni úr eins marks mun með því að skora sjö mörk á móti aðeins tveimur Íslendinga. 

Þá tók Guðmundur leikhlé en skaðinn var skeður því að þegar besta handboltalandslið í heimi kemst í átta marka mun lætur það hann ekki af hendi.

Það dugði ekki þótt Björgvin verði stórkostlega í fyrri hálfleik og Aron Pálmarsson brilleraði, alhliða gæðaleikur heims- og Ólympíumeistaranna í sökn og vörn var óyfirstíganlegur múr eftir fimm mínútna kaflann örlagaríka.  

Íslenska liðið á samt möguleika á að gera eitthvað nýtt, því að tvívegis áður hefur það leikið um brons á stórmóti og tapað í bæði skiptin en getur hins vegar unnið brons á morgun.

Lið sem hefur einu sinni unnið verðlaunapening áður hlýtur að þyrsta í annan.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Þessi leikur var sá slakasti af hálfu okkar pilta í mótinu. Allt of margir tapaðir boltar. Allt of margar sóknir án skots að marki. En góðir eru þeir. Frá litla Íslandi. Brons á morgun væri frábært.

Björn Birgisson, 30.1.2010 kl. 18:51

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Sammála þér Björn, þetta voru og mikil mistök hjá okkar mönnum, en við getum borið höfuðið hátt þrátt fyrir allt, enn er bronzið séns!!!

Guðmundur Júlíusson, 30.1.2010 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband