20.2.2010 | 23:46
Hvað sagði ekki Steingrímur í Nesi?
Í tilefni af svari vitavarðar við spurningu um einsemd kemur mér í hug að í Stikluþætti sem gefinn var út fyrir þremur árum var þáttur frá árinu 1975-76 þar sem rætt var við bændurna Stefán og Sighvat Ásbjörnsyni á Guðmundarstöðum í Vopnafirði, en á bænum hafði tíminn verið stöðvaður árið 1910 og allt var eins og verið hafði þá, rafmangslaus torfhúsog og meira að segja mynd af Friðriki áttunda enn á veggnum.
Bræðurnir höfðu dregið sig út úr skarkalanum og bjuggu þarna einhleypir í einsemd með fóstursystur sinni, sem var kominn á níræðisaldur og orðin mjög lúin.
Ég spurði Stefán hvort honum leiddist aldrei og hann svaraði: "Nei, mér leiðist aldrei. Ég segi eins og Steingrímur í nesi þegar hann hrapaði ofan í gjótu og týndist og fannst ekki fyrr en eftir næstum tveggja sólarhringa leit.
Þá kom hann upp skælbrosandi og næstum hlæjandi og þeir spurðu hvort honum hefði ekki leiðst. En Steingrímur svaraði: "Nei, - það leiðist engum sem er einn ef hann er nógu skemmtilegur sjálfur."
Betur verður það ekki orðað.
Athugasemdir
Þessi var reglulega góður! Takk!
PS. Ég er reyndar með mynd af Friðriki VIII hangandi upp á vegg líka - kom í ljós þegar skoðað var bak við aðra mynd og ómerkilegri!!!
Ragnar Eiríksson
Ragnar Eiriksson (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 00:14
Þakka þér Ómar. Æðruleysi er dygð, sem mæti að skaðlausu vera í betri rækt.
Hrólfur Þ Hraundal, 21.2.2010 kl. 09:55
Afskaplega var nú fólk miklu greindara á Íslandi þarna um 1910.
Og nú fer ég að skoða hvort ekki leynist hér mynd af honum Friðrik áttunda.
Árni Gunnarsson, 21.2.2010 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.