21.2.2010 | 18:57
Munurinn á prófkjörum og persónukjöri í kosningum.
Í upphafi prófkjöranna voru nokkrir stjórnmálamenn, sem ekki vildu taka þátt í þeim peningaaustri, styrkjum og smölun inn í flokkan sem fljótlega fóru að láta á sér kræla.
Ólafur Björnsson, einn virtasti fræðimaður á sínu sviði og brautryðjandi í frjálslyndri hagfræði, féll út af þingi af þessum sökum og fljótlega var þetta komið á það stig að hundruð og síðar þúsundir manna gengu í viðkomandi flokk, kusu í prófkjörinu, og sögðu sig síðan úr flokknum, jafnvel til þess að geta gengið í annan flokk í prófkjöri skömmu síðar.
Nú þykir það ekki nokkurt tiltökumál að beita þessum aðferðum.
Athyglisvert er að sumir þeirra sem vilja að þessu sé varið á þennan veg, mega ekki heyra það nefnt að kjósendur fái rétt til að raða sjálfur í kosningum á þann framboðslista sem þeir kjósa.
Ef þetta er gert þannig að aðeins kjósendur viðkomandi lista raði á hann er engin leið til að beita ósiðlegum aðferðum á borð við þær sem hafa tíðkast í prófkjörunum.
Auðvitað er það einkamál hvers framboðs fyrir sig hvaða reglur þau hafa í sínu kjöri, en það hlýtur að vera lýðræðislegur akkur í því að endanleg úrslit ráðist á kjördegi í kjörklefanum.
Þessi mikli munur á prófkjörum virðist fara vaxandi og tvískinningurinn er mikill og "Reykáskur" sem felst í því að viðhafa miklar yfirlýsingar um lýðræðisást en leggjast gegn almennilegu lýðræði í kjörklefanum á kjördeginum.
2000 skráðu sig í flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.