Mikil ábyrgð hjá hverjum og einum.

Icesave-málið snýst um stjórnmálalegt samkomulag við aðrar þjóðir. Slík mál er ekki hægt að leiða til lykta nema samningsaðilar hafi fullt umboð og að endanlegri afstöðu hvers og eins þeirra sé hægt að treysta. 

Nú hvíliir mikil ábyrgð á herðum íslensku samninganefndarinnar og þingflokkunum á Alþingi sem verða að ná saman um þetta mál. Það á við um hvern einasta aðila málsins og vonandi tekst þeim að ná saman eins og handboltaliði í áríðandi leik, þar sem allir keppa samheldnir að sama markinu.  


mbl.is Held í vonina um samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef sumir í "liðinu", jafnvel meirihlutinn, er(u) með kolranga afstöðu, þá er það engin ástæða fyrir hina til að fylgja þeim til þess eins að vera eins!

En ég verð líka að gera eindregna athugasemd við eitt sem slær mig í þessum pistli þínum, Ómar. "Icesave-málið snýst um stjórnmálalegt samkomulag við aðrar þjóðir," segirðu. Með þessu ertu að taka undir það, sem hefur viðgengizt sem klisja – býsna vanhugsuð að mínu mati – í umræðum margra um Icesave, þ.e.a.s. að taka það sem gefið, að þetta sé í eðli sínu milliríkjapólitískt mál. Þvert á móti þessu segi ég: Þetta er mál sem varðar ábyrgð á hlutafélagi, ekki stjórnmál.

Vissir flokkar: Samfylkingin, Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn (eða forysta hans) – a.m.k. þessir þrír, e.t.v. fleiri – hafa samanspyrt sig við þá röngu afstöðu, að þetta sé í eðli sínu pólitískt mál, sem þar af leiðandi beri að leysa eftir pólitískum leiðum og verði aðeins leyst á pólitískan hátt.

Þessi afstaða lokar sýn á þá mikilvægu staðreynd, að við getum neitað að borga og neitað að semja (enda er Icesave ekki mál ríkisins). Þá hafa Bretar og Hollendingar þann úrkost að lögsækja Tryggingasjóðinn og/eða ríkið í varnarþingi þeirra beggja, þ.e. í Héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstarétti. Eins og Sigurður Líndal er ég hvergi hræddur við niðurstöðu dóms í málinu. En ef Bretar og Hollendingar eiga að fá eitthvert sjálfdæmi um val á gerðardómi, þá treysti ég engu.

Höldum okkur við hreinan skjöld þjóðarinnar í málinu og þá staðreynd, að það er engin ríkisábyrgð á innistæðureikningum samkvæmt því tilskipunarákvæði Evrópubandalagsins, 94/19/EC, sem sýnir og sannar sakleysi íslenzka ríkisins og þjóðarinnar í Icesave-málinu.

PS. Taskk fyrir skemmtilegan spjallþátt í vikunni með þér, Ómar, á einhverri stöðinni.

Jón Valur Jensson, 22.2.2010 kl. 00:39

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ómar.

Þetta umboð hefur íslenska ríkisstjórnin ekki óskorað fyrr en þjóðaratkvæðagreiðslan hefur farið fram.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.2.2010 kl. 01:39

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þeir mega ekki taka af okkur þjóðaratkvæðagreiðsluna málið snýst um lýðræðið!

Tími fjórflokksins er liðinn krafan er utanþingsstjórn gegn spillingunni og einkavinavæðingunni.

Sigurður Haraldsson, 22.2.2010 kl. 01:45

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Forsetinn hefur vísað málinu til þjóðarinnar.

Sigurður Þórðarson, 22.2.2010 kl. 04:37

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er aðeins að lýsa því í hverju samskiptin við Breta og Hollendinga eru fólgin núna, - ekki að dæma um hvort réttara hefði verið að fara aðra leið.

Í raun hefur verið ígildi þjóðstjórnar að völdum í þessu máli að undanförnu, sem minnir á þjóðstjórnina í lok kreppunnar miklu 1939.

Ég var einn þeirra sem skrifaði mig á lista Indefence á sínum tíma með beiðni um þjóðaratkvæðagreiðslu og það var í samræmi við stefnuna sem ég var talsmaður fyrir í undanfara kosninganna 2007 og var eitt af helstu baráttumálum Íslandshreyfingarinnar.

Ómar Ragnarsson, 22.2.2010 kl. 08:18

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Innsláttarvilla: InDefence á það að vera.

Ómar Ragnarsson, 22.2.2010 kl. 08:21

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ómar þú ert réttsýnn það dugir okkur samlöndum þínum

Sigurður Haraldsson, 22.2.2010 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband