"Hin gömlu kynni gleymast ei..."

Enn er maður minntur á mátt örlaganna þegar gamall skólafélagi úr M.R. fellur frá. 

Þorsteinn Geirsson var einn af stórkostlegum hópi menntskælinga sem stóð að einhverri bestu Herranótt allra tíma, Þrettándakvöldi 1959.

Í slíkum hópi myndast vinabönd og kynni sem aldrei rofna þótt sambandið sé kannski ekki alltaf mikið í gegnum árin.

Æfingarnar og undirbúningurinn fyrir Þrettándakvöld voru viðamikil enda leikritið krefjandi og mikill metnaður lagður í að gera þessa sýningu sem besta.

Kynnin sem tókust á milli þátttakenda voru ekki síður náin en á milli bekkjarfélaga, en Þorsteinn var einu ári yngri en ég og fleiri, sem tókum þátt í þessari sýningu.

Ævinlega síðan hefur okkur verið vel til vina og með samúðarkveðjum til ættingja og vina Þorsteins vil ég senda þakkir fyrir allar ánægjustundirnar sem við áttum veturinn 1958-59.  


mbl.is Andlát: Þorsteinn Geirsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband