12.3.2010 | 20:39
Hekla og Grímsvötn líklegri en Eyjafjallajökull?
Það liggur fyrir að tími sé kominn á Heklu og sömuleiðis að eldvirkni á svæðinu Grímsvötn-Bárðarbunga hafi farið vaxandi og líkur aukist á eldsumbrotum þar.
Gos í norðaustanverðum Vatnajökli gæti orðið afdrifaríkara en gos í Eyjafjallajökli vegna hættu á hamfaraflóðum niður í virkjanakerfið á Tungnaár-Þjórsársvæðinu eða norður í Jökulsá á Fjöllum.
Öxullinn Bárðarbunga-Grímsvötn er miðja eldvirka beltisins sem gengur frá suðvestri til norðvesturs um Ísland og þar með miðja möttulstróksins sem er undir landinu og er annar hinum tveimur stærstu í heimi.
Hinn er undir Hawai.
Myndin, sem fylgir þessum pistli er tekinn af Bárðarbungu í leiðangri Jöklarannsóknarfélags Íslands á Vatnajökul í fyrravor og sést yfir Vonarskarð til Tungnafellsjökuls, Sprengisands og Hofsjökuls.
Jarðskjálfti við Bárðarbungu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var sukkan að hita sig... ekkert hudd...
Lesandi (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 21:53
Þessi minnsti jöklajeppi á Íslandi er með vatnskassa og kælikerfið sem miðast við 45 hestafla vél, en í Súkkutítlunni er 101 hestafla Suzuki Swift vél sem er þó léttari en jeppavélin.
Vandamálið var auðleyst enda verkfræðisnillingurinn Jónas Elíasson með í för. Við tókum húddið af og settum það inn í bílinn og síðan gat maður þeyst áhyggjulaus um allan jökulinn.
Eins og sést á myndinni eru förin eftir 38 og 44 tommu jeppana mun dýpri en eftir Súkkuna og þarna festi Landcruiserinn sig þótt Súkkan ætti í engum vandræðum.
Efst til vinstri á myndinni er rammi með orðinu leita og þar getur þú fundið þrjá pistla um þessa ferð.
Ómar Ragnarsson, 13.3.2010 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.