Hvað um blandaða lausn?

Ég hef lengi verið veikur fyrir blandaðri lausn í kjördæmamálinu eilífa auk þess sem ég er fylgjandi persónukjöri í Alþingiskosningum.

Hún felst í því að landið verði eitt kjördæmi og að tryggt sé jafnt vægi atkvæða flokkanna, þar með talin atkvæði sem þeir fá í gegnum frambjóðendur sína í sex einmenningskjördæmum.

Einmenningskjördæmin verði: 

1. Höfuðborgarsvæðið, frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar.

2. Vesturland og Vestfirðir að undanskilinni Strandasýslu. 

3. Norðurland (Strandasýsla meðtalin). 

4. Austurland. 

5. Suðurland. 

6. Suðurnes. 

Einmenningskjördæmin yrðu ekki jafn fjölmenn en vegna þess að aðeins 10% þingmanna kemur úr þeim ætti það ekki að koma að sök. 

Einmennningskjördæmin gefa möguleika fyrir frambærilega einstaklinga til að bjóða sig fram án þess að vera á vegum flokkanna. 

Þröskuldur í atkvæðavægi yrði afnuminn enda sýnir reynslan af síðustu kosningum til dæmis, að hann kemur ekki í veg fyrir að þingflokkar klofni allt niður í einn mann. 

Og því síður hefur það komið í veg fyrir að flokkar hafi klofnað í raun í einstökum málum eins og í Iceseve málinu. 


mbl.is Vilja að landið verði eitt kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Axel Þór Kolbeinsson, 16.3.2010 kl. 14:38

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir þingmenn eiga að vera þingmenn alls landsins og engin ástæða að vera með einmenningskjördæmi. Við Íslendingar erum einungis um 318 þúsund.

Í síðustu alþingiskosningum voru gild atkvæði 187.180 og því yrðu um þrjú þúsund atkvæði á bak við hvern þingmann, miðað við 63 þingmenn og sama atkvæðafjölda.

Ef Þráinn Bertelsson fengi um þrjú þúsund atkvæði á öllu landinu næði hann kjöri og það sama gilti að sjálfsögðu um Einar K. Guðfinnsson. Þeir gætu hins vegar verið í einhverjum þingflokki ef þeir vildu og barist fyrir ákveðnum hagsmunamálum, eins og þeir gera nú þegar.

Eftirlitsmenn ÖSE gerðu hér athugasemdir við mismikið vægi atkvæða

Þorsteinn Briem, 16.3.2010 kl. 15:46

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eitthvað hafa eftirlitsmenn ÖSE þá blásið út af einmenningskjördæmum Breta. Ég tek það fram að ég tel það höfuðatriði að landið verði eitt kjördæmi og aukaatriði hvort einhverjum sex þingsætum í einmenningskjördæmum væri bætt við.

Þessir sex þingmenn myndu aldrei geta skekkt vægi atkvæða neitt í líkingu við það sem nú er gert á mjög svo ranglátan hátt.

Ómar Ragnarsson, 16.3.2010 kl. 17:07

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það mætti líka hugsa sér tólf kjördæmi, einhvern veginn svona:

1. Reykjavík vestra, ásamt Seltjarnarnesi.

2. Reykjavík eystra, úthverfin og Mosfellsbær.

3. Kópavogur.

4. Hafnarfjðrður, Garðabær og Álftanes.

5. Vesturland.

6. Vestfirðir.

7. Strandir og Norðurland vestra.

8. Akureyri.

9. Norðurland eystra.

10. Austurland.

11. Suðurland.

12. Suðurnes.

Ómar Ragnarsson, 16.3.2010 kl. 17:23

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það ætti alls ekki að skipta sveitarfélögum á milli kjördæma að mínu mati.

Axel Þór Kolbeinsson, 16.3.2010 kl. 17:25

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bretar, sem eru með einmenningskjördæmi, eru um sextíu milljónir og þeir þyrftu að vera með tólf þúsund þingmenn til að hver og einn þeirra væri með þrjú þúsund atkvæði á bakvið sig eins og íslenskir þingmenn, miðað við 36 milljónir kjósenda í Bretlandi, sem væri svipuð kjörsókn og í síðustu alþingiskosningum hér.

"The House of Commons is the lower house of the Parliament of the United Kingdom, which also comprises the Sovereign and the House of Lords (the upper house). Both Commons and Lords meet in the Palace of Westminster. The Commons is a democratically elected body, consisting of 646 members, who are known as "Members of Parliament" (MPs)."

Þorsteinn Briem, 16.3.2010 kl. 17:53

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ágætur punktur hjá þér, Axel Þór og Reykjavík ætti líkast til að vera eitt kjördæmi.

Ég slæ þessu fram vegna þess að hagsmunir t. d. Grafarvogsbúa og fólks í Úlfarsdal eru talsvert ólíkir hagsmunum fólks sem býr vestan við Elliðaár. 

Og núverandi skipting um Miklubraut er aldeilis fráleit. Auk þess myndi það milda áhrif hins fáránlega háa 5% þröskulds ef Reykjavík væri eitt kjördæmi í núverandi skipan. 

Ég skil ekkert í því hvers vegna þingmenn taka sig ekki saman og leggja fram tillögu um að Reykjavík sé eitt kjördæmi á meðan ekki fæst meirihluti fyrir að ganga lengra. 

Þannig hefði Íslandshreyfingin fengið tvo þingmenn 2007 ef Reykjavík hefði verið eitt kjördæmi.

Ómar Ragnarsson, 16.3.2010 kl. 23:00

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"1. gr.

    31. gr. stjórnarskrárinnar orðast svo:

    Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til fjögurra ára.

    Landið er eitt kjördæmi.

    Í lögum um kosningar til Alþingis skal kveðið á um úthlutun þingsæta og þess gætt að hver samtök fái þingmannatölu í samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Þau stjórnmálasamtök koma þó ein til álita við úthlutun þingsæta sem hlotið hafa minnst þrjú af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu."

Frumvarp til stjórnskipunarlaga

31. gr. ...

Breytingar á kjördæmamörkum og tilhögun á úthlutun þingsæta, sem fyrir er mælt í lögum, verða aðeins gerðar með samþykki 2/3 atkvæða á Alþingi."

Stjórnarskrá Íslands

Einn þriðji þingmanna er 21 þingmaður og þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru nú sextán. Það er því næsta víst að þetta frumvarp verður samþykkt.

Þrjú af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu voru 5.615 í síðustu alþingiskosningum en þá voru samtals 5.942 atkvæði að meðaltali á bakvið tvo þingmenn, eða 3,17% gildra atkvæða.

Þorsteinn Briem, 17.3.2010 kl. 02:08

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það að hafa fleiri en eitt kjördæmi í sveitarfélagi flækir málin fyrir kjósendum, en að skipta Reykjavík við Elliðaár er mun skárra en núverandi skipting.  Það væri áhugavert að sjá hver munurinn væri á milli slíkra kjördæma.  Mig grunar það að úthverfin myndu hallast meira til "hægri" en eldri hverfin.

Að sjá þröskuldinn lækkaðan eins og gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi er frábært, þótt það hefði mátt ganga lengra miðað við nálgun frumvarpsins.  Hver þingmaður hefur að jafnaði 1,57% atkvæða á bak við sig og því væri eðlilegt að hafa þröskuldinn sem næstan því.  1,6% - 2% væri réttlátt.

Axel Þór Kolbeinsson, 17.3.2010 kl. 08:27

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Flm.: Björgvin G. Sigurðsson, Siv Friðleifsdóttir, Ögmundur Jónasson,

Margrét Tryggvadóttir, Helgi Hjörvar, Guðbjartur Hannesson, Oddný G. Harðardóttir,
Róbert Marshall, Ólína Þorvarðardóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Þór Saari,
Jónína Rós Guðmundsdóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Magnús Orri Schram,
Þórunn Sveinbjarnardóttir, Birgitta Jónsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
Valgerður Bjarnadóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Þráinn Bertelsson, Skúli Helgason."

Frumvarp til stjórnskipunarlaga

Þorsteinn Briem, 17.3.2010 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband