Nýtt fell, hraun og ferðamenn.

Gígurinn sem er smám saman að hlaðast upp á Fimmvörðuhálsi verður nú sennilega með fellsnafn frekar er fjallsnafn þegar gosinu í honum lýkur. Meðfylgjandi er ljósmynd sem ég tók af þessari nýju eldstöð á flugi í hádeginu í dag þegar við Guðmundur Bergkvist kvikmyndatökumaður Sjónvarpsins tókum þar kvikmyndir og ljósmyndir. p1011284.jpg

Fellið er enn ekki stærra en það að það gæti næstum því kallast hóll en ætli við verðum ekki að giska á að gosið verði það langvinnt að fellsnafn eða fjallsnafn verði fyrir valinu. 

Nýja hraunið verður sennilega talið merkilegra því að það mun vafalaust renna alla leið niður í Goðaland og verða stórvaxandi fjölda erlendra ferðamanna mikið ánægjuefni að skoða. 

Ef þessi eldstöð verður svona hæfilega "prúð" eins og hefð er fyrir, getur þessi viðburður orðinn einn af fáum jákvæðum á þeim tímum sem mikil þörf er á auknum gjaldeyristekjum. 

 


mbl.is Nýtt fjall á Fimmvörðuhálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Áhugaverð atburðarás. Ef þ.e. satt sem sumir segja, að samsetning gosefna og hegðun goss, sé sambærileg við gosið í Surtsey.

Þá gæti átt eftir að myndast þarna, e-h stærra og meira.

Auðvitað, veit það í dag, ekki nokkur maður, hvað á eftir að gerast.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.3.2010 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband