Myndirnar sem ekki voru teknar.

Þegar eldgos eru í gangi þar að huga að ýmsu fleiru heldur en að láta nauðsynlegar rýmingar- og björgunaráætlanir ganga upp.

Ég nefni tvennt. Vísindamenn þurfa að geta gert mælingar og fylgst sem best með gosinu, ekki aðeins með töku sýna, heldur einnig með myndatökum. 

Almannavarnakerfið er ekki bara lögreglan heldur líka björguarsveitirnar, vísindamennirnir, frétta- og blaðamenn og myndatökumenn. 

Í gær voru gerðar þrjár tilraunir til þess að taka sýni af gosstöðvunum og myndir af þeim af jörðu niðri og úr lofti. Leiðangur fór á landi til sýnatökunnar og myndin í Morgunblaðinu er árangur þeirrar ferðar. 

Mér er kunnugt um að nokkur vandræðagangur varð þó vegna þess að teknar skyldu hafa verið ljósmyndir í ferðinni og virðist það stafa af vaxandi skilningsleysi sem er á störfum blaða- og fréttamanna. 

Leiðangur með reyndustu kvikmyndatökumönnum landsins fór landveg upp Fimmvörðuháls á öflugum bílum. Eins vel mannaður leiðangur eins og hægt var að ímynda sér.

Hefði maður haldið að um þann leiðangur gilti svipað og það að taka sýni. Spáð var versnandi veðri og voru allar tafir því til trafala.

Leiðangurinn tafðist hins vegar vegna þess að sá, sem átti að fjalla um leyfisbeiðnina þurfti að fara í mat. Þetta tafði leiðangurinn um nokkurn veginn þann tíma sem úrslitum réði um það að leiðangurinn varð árangurslaus.

Morgunblaðið verður því að láta sér nægja frásögn án mynda af því hvernig stikaða gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls liggur nú undir hinn nýja gíg.

Ætlun mín var að taka loftmynd af leiðangrinum svo að vel sæust stærðarhlutföll, ekki aðeins fyrir þjóðina, sem við vinnum fyrir, heldur líka fyrir vísindamenn sem söfnuðu gögnum um gosið.

Þessi hluti minnar áætlunar fór því líka í vaskinn. 

Ég get nefnt mörg fleiri dæmi um það að gera þurfi nauðsynlegt kerfi sem þarf að vera í gangi, skilvirkara og skynsamlegra. 

Á Flateyri voru aldrei teknar loftmyndir af flóðinu  sem féll, á meðan það sást vel úr lofti, því að þessi ákvörðun, sem var háð mati Veðurstofunnar, var talin svo mikilvæg að erindið þyrfti að bera upp á fullmönnuðum almannavarnarfundi. 

Ætlunin var að fljúga á flugvél, sem var langminnsta og hljóðlátasta fisflugvél landsins. 

Bíða þurfti í tvo daga eftir fundinum, vegna þess að meðal þeirra, sem sátu hann voru læknir og fleiri menn, sem voru á kafi upp fyrir haus að sinna sínum miklu verkefnum. 

Þegar fundurinn loks var haldinn hafði myndefnið, sem var ekki bara myndrænt og nauðsynlegt í söfnum samtíðarheimilda, heldur líka mikilvægt sem gagn fyrir vísindamenn, hulist snjó og myndin því aldrei tekin. 

Augljóst er að nægt hefði að veðurstofan gæfi þetta leyfi og að ekki þyrfi fullmannaðan fund nefndar til að sitja og spyrja fulltrúa veðurstofunnar þar að því hvort þetta væri í lagi. 

Þess má geta að á Flateyri var að öllu öðru leyti afar vel staðið að öllum aðgerðum, meðal annars varðandi myndatökur og störf fréttamanna. Var allt til hreinnar fyrirmyndar og öllum til sóma, þótt þessi einu mistök væru gerð hvað öflun mynda og gagna varðaði.

Oft haga aðstæður því þannig, að ónauðsynlegar tafir og vinna, sem fer í að þæfa einföldustu mál fram og aftur, verða til óþurftar og of mikill tími fer í að velta úrlausnarefnum fram og til baka. 

Í fyrstu þrettán eldgosunum, sem ég gerði heimildir um og þjónustaði fyrir RUV voru aldrei neinar tafir né vandræðagangur, sem komu upp. 

Það hlýtur að vera hægt að láta þetta ganga betur. Ég mæli með því að reynt verði í samvinnu að gera þetta betur með góðum vilja og skilningi beggja aðila. 

 


mbl.is Tilkomumikið og stórfenglegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ástæðan fyrir því að það er bara einn skipstjóri á skipi. Ákvarðanirnar eru teknar en leysast ekki upp í einhverju nefndarbulli.

kristinn rúnarsson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 13:22

2 Smámynd: Tryggvi Hjörvar

Mér sýnist reyndar glitta í eina stikuna í vinstra horninu

Tryggvi Hjörvar, 23.3.2010 kl. 14:09

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það væri stórkostlegt að fá að sjá hraunið renna í lifandi mynd niður í Hrunagil, eins og sést á þessari ljósmynd á vef Veðurstofunnar: http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/frodleikur/greinar/nr/1847 

Það virðist voðaleg hystería í gangi varðandi þetta gos. Sjálfsagt eru forsvarsmenn Almannavarna hræddir við að eitthvað óvænt gerist.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.3.2010 kl. 14:13

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þetta er hreinn Bússismi að viðbættum Jóa Dabbisma.

Bússismian þar vart að kynna, Jói Dabb vissi hverjir þurftu ss. jeppa timbur eða sement hér um miðja síðustu öld. Samkvæmt síðari ismanum þurfti ekki heldur fífl eins og Ómar Ragnarsson til að fara með fíflskap á héraðsmótum meðan nóg var að ræðumönnum sem töluðu af viti.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 23.3.2010 kl. 17:51

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það sem menn óttast mest er að eldvirknin færist undir jökul, það þýðir að hlaup geta á skammri stund (1klst) náð niður í byggð.  Það ætti hinsvegar ekki að hafa áhrif á flug, og allra síst hjá mönnum eins og þér Ómar sem ert hvað manna vanastur að skoða svona hluti úr lofti..

Ég held nú að allur sé varinn góður í kringum þetta gos, þarna við hliðina er ein öflugasta eldstöð landsins búin að liggja óvenjulengi í dvala...

Eiður Ragnarsson, 23.3.2010 kl. 20:35

6 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Ómar,

Sem áhugamaður um ljósmyndun þá tek ég heilshugar undir þetta hjá þér.  Ljósmyndarar hér í Bandaríkjunum eiga undir högg að sækja hvað varðar frelsi til að vinna utandyra, sérstaklega eftir hryðjuverkaárásirnar.  M.a. hafa menn verið handteknir, stundum ítrekað, þegar þeir hafa verið með öll leyfi upp á vasann en það er bara ekkert verið að spyrja um slíkt.  Oft hafa fréttamyndir af náttúruhamförum mikið vísindalegt upplýsingagildi og því getur mikið af upplýsingum farið forgörðum ef ekki er brugðist rétt og skjótt við. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 27.3.2010 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband