1.4.2010 | 01:19
Hættan mest rétt áður en sprungur opnast, ekki á eftir.
Einföld ályktun er sú að fyrst eftir að ný gossprunga hefur opnast rétt hjá þeirri eldri, sé hættan minni á frekari opnun en þegar fyrsta sprungan var ein um hituna og fjall og hraun að hlaðast upp á sprungunni.
Þegar hlaðast fer upp við nýju sprunguna eftir nokkurn tíma, ætti að hættan að aukast á frekari opnun og frekar þörf á að vera á varðbergi eftir því sem frá líður frekar fyrst eftir að opnast hefur fyrir nýja gosrás.
Þess vegna sýnist manni að það ætti að vera óþarfi að banna alla umferð alla leið frá Sólheimahjáleigu og niður í vesturhlíð Goðabungu, þar sem bíllinn stendur á myndinni hér við hliðina.
Þar er gott útsýni yfir gosstöðvarnar í nægri fjarlægð á svæði þar se ekki hefur orðið vart við óróa.
Frekar ætti að víkka bannsvæðið í kringum sprungurnar tvær, sem komnar eru og í vestur og austur frá þeim.
Þetta kemur væntanlega allt betur í ljós á fundi með jarðfræðingum í fyrramálið.
Sprungurnar líklega nátengdar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Það er allur varinn góður á þessu óútreiknanlega svæði minna heimaslóða.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 1.4.2010 kl. 01:36
Rétt hjá GMÓ -
Undarlegt að vísindamennirnir banni ekki umferð áður en hún opnast - eða þannig - vita þeir þetta ekki allt fyrirfram? Þeir tala oft þannig þegar þeir eru að koma tólum og tækjum fyrir hingað og þangað.
Annars skilst mér ( hlýtur að vera ósatt ) að þeir hafi séð þetta gos fyrir fimmtán mínútum eftir að það hófst og einhver hafði sagt þeim frá því að gos væri hafið. Er það að sjá fyrir??? Hmmm
Ólafur Ingi Hrólfsson, 1.4.2010 kl. 04:36
Ólafur Ingi,
Horfðu á Kastljósviðtal við Ragnar skjálfta, frá því fyrir nokkrum dögum síðan.
Þar færðu skýringuna. Það er óþarfi að vera með sleggjudóma.
einsi (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 12:14
Allar varúðar ráðstafanir og viðvaranir verða að vera markvissar og rökréttar, annars er hætta á að fólk taki ekki mark á þeim. Þetta gos er mikið sjónar spil svo það er ekkert undarlegt þó fólk vilji komast í návígi við það.
Þarna eins og annarstaðar eru sjálfsagt afglapar eins og í umferðinni sem vekja ótta þeirra sem með öryggismál fara.
Slíkir afglapar valda alstaðar vandræðum og skema fyrir grandvörum. Það versta við þá er þó, að þegar þeir setja sig í hættu við svona aðstæður þá setja þeir bjögunarmenn sína í en þá meiri hættu. Þess vegna er ekki hægt að lofa þeim að fara sér að voða án afskipta.
Hrólfur Þ Hraundal, 1.4.2010 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.