12.4.2010 | 11:40
"Skýra þarf framkvæmdasvið..."
Ofangreind orð eru notuð um einstakar stofnanir og embætti í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um það að hér eftir þurfi að skýra betur framkvæmdasvið einstakra stofnana og embætta.
Með þessu er það sagt að ófullkomin lög séu ástæða þess, að allir aðilar hrunsins geta bent hver á annan þegar leita á orsaka þess og allir getað fríað sig ábyrgð en bent á aðra.
Er hugsanlegt að niðurstaða skýrslunnar sé sú, að í næsta hruni verði reynt að hafa þetta á hreinu en að komið hafií ljós að í hruninu 2008 hafi enginn einn aðili borið neina ábyrgð vegna þess að hún var ekki skilgreind nógu vel?
Vissu um vandann en gerðu ekki neitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skýrslan: "Landlægt virðingarleysi fyrir lögum og reglum."
Þorsteinn Briem, 12.4.2010 kl. 11:47
Landsdómur verður kallaður saman í fyrsta sinn.
Ákærðir verða Geir H. Haarde sem þáverandi forsætisráðherra, Árni M. Mathiesen sem fjármálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson sem viðskipta- og bankamálaráðherra.
Í Landsdómi sitja fimm hæstaréttardómarar, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands og átta einstaklingar sem Alþingi kýs.
Vanræksla ráðherra
Landsdómur hefur aldrei komið saman
Lög um Landsdóm nr. 3/1963
Lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963
11. gr. Brot gegn lögum þessum varða, eftir málavöxtum, embættismissi, sektum eða fangelsi allt að 2 árum.
Við ákvörðun refsingar skal höfð hliðsjón af 70. gr. almennra hegningarlaga."
VIII. kafli. Atriði, er áhrif hafa á refsihæðina.
70. gr. Þegar hegning er tiltekin á einkum að taka til greina eftirtalin atriði:
1. Hversu mikilvægt það er, sem brotið hefur beinst að.
2. Hversu yfirgripsmiklu tjóni það hefur valdið.
3. Hversu mikil hætta var búin af verkinu, einkum þegar til þess er litið, hvenær, hvar og hvernig það var framkvæmt.
4. Aldur þess, sem að verkinu er valdur.
5. Hegðun hans að undanförnu.
6. Hversu styrkur og einbeittur vilji hans hefur verið.
7. Hvað honum hefur gengið til verksins.
8. Hvernig framferði hans hefur verið, eftir að hann hafði unnið verkið.
9. Hvort hann hefur upplýst um aðild annarra að brotinu.
Hafi fleiri menn en einn unnið verkið í sameiningu skal að jafnaði taka það til greina til þyngingar refsingunni."
Almenn hegningarlög nr. 19/1940
Þorsteinn Briem, 12.4.2010 kl. 12:53
"Kosning átta manna í landsdóm og jafnmargra varamanna til sex ára, skv. 2. gr. laga nr. 3 19. febrúar 1963, um landsdóm.
Aðalmenn: Linda Rós Michaelsdóttir kennari, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir fyrrv. borgarfulltrúi, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Fannar Jónasson viðskiptafræðingur, Hlöðver Kjartansson lögmaður, Dögg Pálsdóttir hrl., Brynhildur Flóvenz lögfræðingur."
Kosning í Landsdóm 11. maí 2005
Þorsteinn Briem, 12.4.2010 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.