"Áhafnarmeðlimir." Úff!

Eitt hvimleiðasta orðið, sem fjölmiðlamenn hafa tekið ástfóstri við um áratuga skeið, er orðið "áhafnarmeðlimur."

Í frétt af viðbúnaði í Keflavík vegna flugvélar, þar sem einhver leki á viðsjárverðu efni varð um borð, er þetta orð notað einu sinni enn.

Orðið er alveg einstaklega langt og leiðinlegt og gildir einu hvort það er notað á sjó eða landi. 

Íslenskan á þetta fína orð, skipverji, sem helmingi styttra.

Og í fluginu er til orðið flugliði, stutt og þjált.

Nei, - áhafnarmeðlimur skal það vera. Úff!  


mbl.is Mikill viðbúnaður í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Linda hún með limum,
í London var afkimum,
fræknum þar og fimum,
Fons áhafnarmeðlimum.

Þorsteinn Briem, 13.4.2010 kl. 14:57

2 identicon

Víkurfréttir bæta um betur: "Óskilgreindur efnaleki mun hafa orðið í kringum eldhúsrými vélarinnar með þeim afleiðingum að áhafnarmeðlimir veiktust..." http://www.vf.is/Frettir/44042/default.aspx

Hjordís (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 15:02

3 identicon

Jæja Ómar,

Þá spyr ég þig sem flugmann. Hver er skilgreindur munur á flugverja og flugliða???

Nonni (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 16:00

4 identicon

Nonni.

Í reglugerð um flutningaflug nr. 780/2001 er að finna eftirfarandi skilgreiningar:

Flugliði (Flight crew member): Áhafnarliði sem er handhafi fullgilds skírteinis og falið er starf sem nauðsynlegt er við starfrækslu loftfars meðan á fartíma stendur.

Flugverji (Crew member): Áhafnarliði sem gegnir starfi um borð í loftfari meðan á fartíma stendur enda telst starf hans nauðsynlegt fyrir örugga starfrækslu loftfarsins eða fyrir öryggi farþeganna.

Flugliðar eru t.d. flugmenn og flugvirkjar.

Flugverjar eru t.d. flugfreyjur og flugþjónar.

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 23:27

5 identicon

Gott Karl,

einmitt það sem ég vildi fá fram. Því finnst mér að það væri rangt í fréttinni að tala um flugliða í stað áhafnarmeðlims eins og Ómar vill gera.

Nonni (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband