Passar við það sem ég sá.

p1011383.jpg

Af því að ég hef séð gosstrókinn á þremur tímabilum í dag get ég staðfest að þetta er rétt, sem sagt er um lit hans, var reyndar rétt í þessu að blogga um það í pistlinum hér á undan eftir að hafa komið fljúgandi frá Vík vestur til Reykjavíkur. p1011387.jpgp1011380_981302.jpgp1011385.jpg

Læt hér fylgja nokkrar myndir frá því fyrr í dag. 

Á efstu myndinni sést hinn stóri kolbrúni flekkur út af Markarfljótsósum, sem þar var kominn síðdegis. 

Á myndinni þar fyrir neðan er horft úr vestri upp eftir Markarfljótsaurum og er bærinn Rauðuskriður í forgrunni og sést að varnargarðar halda vatni frá honum. 

Felli Rauðuskriður eða Stóra-Dímon er hægra megin á myndinni. 

 Mökkurinn reis þá reis þá upp í 25 þúsund feta hæð, sem er meira en 7500 metra hæð, aðeins 1400 metrum lægra en Everest. 

Síðan sjáum við súkkulaðibrúna risakökuna sem er út af ósum Markarfljóts, skammt austan við höfnina í Bakkafjöru.  p1011383_981306.jpg


mbl.is Kolsvartur strókur frá gosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æsispennandi ... takk fyrir þetta.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband