Skaftártunga! Ekki Tungur Halla og Ladda.

Mjög er misjafnt hve fjölmiðlamenn þekkja land sitt vel. Skaftártunga er eintöluorð og sá hluti Skaftár, sem fellur um þessa sveit er stundum kölluð Tungufljót, ekki Tungnafljót. 

Það fór ekki á milli mála, hvaðan stelpurnar voru, sem Halli og Laddi sungu um og nefndu "tvær úr Tungunum.  Þær voru úr Biskupstungun og engum hefði á þeim tíma dottið í hug að spyrja, hvort þær væru úr Skaftártungum.  

Blaðamaður Fréttablaðsins talaði í forsíðufyrirsögn um Hvanngil sem "nærri gosstöðvunum" þegar hið rétta var að þær voru á allt öðru svæði og fjarri gosstöðvunum.  

Annað kemur líka upp í hugann. Amma mín og afi sögðu mér ýmsar sögur af öskufallinu, sem Katla sendi austur yfir sveitir, en afi var af Síðunni og hún ættuð úr Landbroti en ólst upp á Svínafelli í Öræfum.

Nú rifjast upp þessar sögur þeirra sem þau sögðu mér barni.  

Þannig getur ein frétt kallað fram bæði afa og ömmu og Halla og Ladda.  


mbl.is Öskufall berst austur yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 00:55

2 identicon

Heyrði líka í fréttum í gærkvöldi að hluti Markarfljóts hefði runnið hjá Þorvaldseyri.

Jóhanna Guðm. (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 08:14

3 identicon

Ómar, smáleiðrétting; Tungufljót í Skaftártungu  rennur miðsvæðis í Tungunni og sameinast svo þeim hluta Skaftár sem kallað er  "Eldvatn"  og fellur austan við Tunguna. Eldvatnið/ Skaftá, Tungufljót, Hólmsá, Leirá og Skálm falla svo til sjávar og nefnast þá Kúðafljót.

En bestu þakkir fyrir allar fréttirnar og myndirnar frá eldgosinu

Ólafía Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 10:28

4 Smámynd: Alli

Landafræðikunnáttu fréttamanna er viðbrugðið.  Ég man td. eftir frétt fyrir ca. ári síðan þegar fjallað var um eiturlyfjaframleiðslu á bæ einum á Berufjarðarströnd.  Þá talaði fréttamaður um: "Berufjörð, rétt hjá Eskifirði".  Það er svona álíka og að tala um "Hvolsvöll, rétt hjá Reykjavík".  Það eru álíka margir km. þar á milli eftir þjóðveginum.

Alli, 15.4.2010 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband