Mjög nauðsynlegt viðtal og gott.

Ég hef í öðrum bloggpistli rakið helstu staðreyndir sem fyrir liggja um eldgos hér á landi, sem gætu haft áhrif erlendis. Þær þurfa hverju sinni að koma fram í heild en ekki slitnar úr samhengi ein og ein.

Undanfarna daga hef ég þurft að setja þær fram í viðtölum við erlenda fjölmiðla og þróa framsetninguna þannig að heildarmyndin verði skýr og niðurstaðan yfirveguð. 

Eldgosið í Eyjafjallajökli er hið eina af 23 eldgosum á Íslandi síðan 1961 sem haft hefur áhrif á flugsamgöngur erlendis. 

Þetta atriði er eitt af þeim sem verður að taka tillit til í eðliegum líkindareikningi og útskýra, að þótt gosið í Eyjafjallajökli hafi ekki verið hið mesta hér á landi síðustu áratugina, réði úrslitum um áhrif þess að askan er óvenju létt og berst hærra og víðar en ella. 

Einnig var vindátt óhagstæð. 

Liðin eru 223 ár síðan eldgos á Íslandi hafði síðast veruleg áhrif erlendis, en það voru Skaftáreldarnir. 

Þeir báru eitur og öskuský yfir Evrópu, Rússland, Kína, Kyrrahafið og þvert til austurs yfir Bandaríkin þar sem Benjamín Franklín skráði niður upplýsingar um það. 

Næstu tvö ár kólnaði loftslag á jörðinni vegna þess að sólarljósið komst ekki eins greiðlega og fyrr í gegnum lofthjúpinn. Ein og hálf milljón manna dó í Afríku og Japan vegna breytts veðurfars og í Frakklandi varð hungursneyð vegna uppskerubrests sem var ein af kveikjum frönsku stjórnarbyltingarinnar. 

Að meðaltali líða um 300 - 500 ár á milli svona stórgosa að Fjallabaki en einnig hafa orðið smærri gos, líkt og það sem eyddi sveitinni Tólfahring ofan við Skaftárdal.

Það gæti komið slíkt gos eftir 5 ár, 50 ár, 100 ár eða 200 ár. Enginn veit nú hvenær þetta verður og hættan á því hefur ekkert vaxið við gosið núna. Þegar slíkt er nefnt róast menn, sem það heyra.  


mbl.is Vona að við sjáum betri tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband