Gömul frétt sem er orðin ný.

Eftir gosin í Gjálp og Grímsvötnum settu íslenskir eldfjallafræðingar fram þá tilgátu að vegna minnkandi þrýstings ísfargs Vatnajökuls myndi eldgosum þar fjölga.

60 fyrstu ár síðustu aldar urðu mun færri eldgos hér á landi en að meðaltali. Milli 1934 og 1947 var rólegt og ekkert eldgos varð frá 1947 til 1961. 

Nú er kominn "tími á" Heklu, Grímsvötn, Kötlu og jafnvel svæðið norðan Vatnajökuls. 

Og það er líka kominn tími á að spár íslenskra sérfræðinga rati á síður erlendra fræðiblaða og í erlenda fjölmiðla. 


mbl.is Nýtt eldgosaskeið að hefjast?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í þessu sem öðru ber að sama brunni með fyrirhyggju og ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Það að taka ævinlega taka allar ákvarðanir á forsendum hagvaxtar og ábatans sem því fylgir að fara skemmstu leiðina getur verið ávisun á mikið slys og dýrt.

Mér er ekki kunnugt um að  neyðaráætlun hafi verið samin og undirbúin ef svo færi að eldgos yrði á Reykjanesskaganum.

Mestur hluti íslensku þjóðarinnar er búsettur á eldvirku svæði og aðeins ein flóttaleið á landi ef íbúar þyrftu að yfirgefa svæðið í skyndingu vegna bráðrar lífshættu!

Er svona andvaraleysi boðlegt eða er það kannski ámælisvert eða refsivert? 

Árni Gunnarsson, 22.4.2010 kl. 11:41

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Axel Björnsson jarðfræðingur gerði á sínum tíma áætlun um gos á Reykjanesskaga.

Ákveðið var að æfa viðbrögð við umbrotum á svæðinu sunnan Hafnarfjarðar en ekki við umbrotum norðar, líkast til af því að þau myndu valda miklu meiri búsifjum og raski og eyðileggja raflínur, heitavatns- og kaldavatnsleiðslur og vegi til borgarinnar ! 

Ómar Ragnarsson, 22.4.2010 kl. 12:25

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það sem á eftir að gerast er miklu stærra en við ráðum við!

Sigurður Haraldsson, 28.4.2010 kl. 01:22

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ómar þú ert búin að upplifa margar náttúruhamfarir hver er tifinning þín á því sem er að gerast á íslandi þessi misserin?

Sigurður Haraldsson, 28.4.2010 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband