Óskýr fyrirsögn.

"Gígur í sigkatlinum stækkað."

Svona segir enginn og þess vegna held ég að ofangreind fyrirsögn dæmist vera bull.

Það má vera að vegna þess að það er einu stuttu orði lengra að segja "gígur í sigkatlinum hefur stækkað" geti einhverjum fundist það nauðsynlegt að sleppa orðinu hefur.

Hins vegar myndi enginn, sem spurður væri: "Hafa orðið breytingar í sigkatlinum?" svara því með því að segja: Gígur í sigkatlinum stækkað." 

Þetta er ekki einu sinni mælt mál heldur eitthvert lítt skiljanlegt óþol blaðamannsins. 

Ef hann hefði endilega talið það bráðnauðsynlegt að fyrirsögnin væri aðeins fjögur orð hefði hann getað haft fyrirsögnina svona: "Stækkandi gígur í sigkatlinum." 


mbl.is Gígur í sigkatlinum stækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ómar Ragnarsson stækkar.

Sigurgeir Jónsson, 26.4.2010 kl. 21:35

2 identicon

Ómar Ragnarsson hefur stækkað.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 21:41

3 identicon

Ekki er næsta fyrirsögn skárri því aðeins neðar á forsíðu Mbl. stendur: "Kolmunnaveiðar gengið vel". Fróðlegt væri að vita hvort sami blaðamaður eigi báðar fyrirsagnir. Ég vona bara að engum detti í hug að endurskrifa síðustu fyrirsögn í "Velgangandi kolmunnaveiðar".

Það er ekki bara það að þjóðfélagið sé á leið til andskotans heldur málkenndin líka og mætti t.d. nefna að lögreglan er löngu hætt að "leggja hald" á fíkniefni, hún haldleggur þau. Í anda þessara nýju sagna munu dómstólar framtíðarinnar fyrirtaka mál og fólk hættir að tala saman en mun þess í stað láta sér nægja að samtala.

Jón Garðar (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband