Góðar fréttir.

Sjaldgæft er að frambjóðandi til borgarstjórnarkosninga hafi sökkt sér eins vel í mikilvægan málaflokk borgarmálefna og Hjálmar Sveinsson, en það gerði hann varðandi skipulagsmál.

Auk þess er Hjálmar afar fróður og frambærilegur og þess vegna var það hið versta mál að hann skyldi ekki ná inn sem borgarfulltrúi. 

Þegar hrópað er á endurnýjun og að öflugt fólk komi til starfa í pólítík skýtur það skökku við að Hjálmar skyldi ekki komast inn. 

Sem fyrsti varborgarfulltrúi Samfylkingarinnar bíða hans hins vegar verkefni ef rétt er á málum haldið og því fagna ég því að hann renni ekki af hólmi, heldur haldi sínu striki. 

Hjálmar var óheppinn að eins konar pólitískar hamfarir skyldu dynja yfir í þessu borgarstjórnarkosningum í formi stórsigurs Besta flokksins sem á sér enga hliðstæðu í sögu borgarinnar. 

Ágætis fólk skipar þann lista en þarf hins vegar að nýta sér þá reynslu og þekkingu sem Hjálmar og fleiri geta veitt í störfum á vegum borgarbúa. 


mbl.is Hjálmar tekur sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sammála þessu Ómar. Það dapurlegasta við slaka framgöngu Samfylkingarinnar í Reykjavík er að "gömlu" jaxlarnir sitja áfram en endurnýjunin fær ekki að eiga sér stað. Að mínu mati ætti oddvitinn að axla ábyrgð og gefa sæti sitt eftir. Hjálmar sameinar flest það sem mér finnst vanta í borgarstjórnina, þekkingu, yfirsýn, laus við styrkjamál og engin fortíð innan flokkakerfisins.

Sigurður Hrellir, 31.5.2010 kl. 16:30

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sæll Sigurður. Hér er spurning til þín: Ef Hjálmar er svona frábær af hverju er hann þá einungis í fjórða sæti? Eins og þú veist þá leitar rjóminn upp á toppinn. Gamli rjóminn á top Samfylkingarinnar er orðin skán og verður að skafa hann í burtu. Það getur tekið langan tíma ef hann er orðin mjög þurr.

Dagur B Eggertsson (amma hans bjó til besta kakó í heimi) er rúinn trausti og er einn af sökudólgunum í þessu hruni Samfylkingarinnar. Ef hann fer ekki frá strax þá verður löng bið eftir "hreinsun" á vettvangi stjórnmálanna. Dagur er afar sjálflægur og eiginhagsmunir hans ganga fyrir hagsmunum heildarinnar.

Sóley Tómasdóttir stal fyrsta sætinu með smölun atkvæða í prófkjöri VG í vetur og fyrir það eitt þá hrundi fylgi VG í borginni. Það versta við þetta er það að hún skynjar það ekki sjálf og bara það eitt gerir hana vanhæfa í forystu fyrir VG. Þorleifur var líklegri til að sameina VG kjósendur og ná fleiri fulltrúum inn í borgarstjórn, en það er þó ekki víst.

Hanna Birna er vinsælasti borgarfulltrúinn í dag og hefði hún haft hreint borð hjá hinum frambjóðendum hefði hún komið að 7 fulltrúum í borgarstjórn. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur ekkert með landspólitíkina að gera. Það er ekki hægt að blanda þessu saman. Slök útkoma flokksins er vegna fáránlega hárra styrkja í kosningasjóð einstakra frambjóðenda. Ég er viss um að Hanna Birna á eftir að ná meirihlutanum aftur í næstu borgarstjórnarkosningum ef hreinsun á sér stað á komandi kjörtímabili.

Ólafur F Magnússon er loksins búinn að fá staðfestingu á slöku fylgi sínu í kosningunum. Ólafur er góður læknir og tel ég að sjúklingar hans hafi viljað þakka honum fyrir vel unnin störf með því að kjósa hann nú í vor en hann hefði þurft að ná sama fjölda og Jesús mettaði á sínum tíma til að ná kjöri.

Guðlaugur Hermannsson, 31.5.2010 kl. 17:49

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Herra Guðlaugur! víst á að blanda saman Reykjavík og restina af landinu. Annað er ekki með í dæmi fólks um pólitík.

Eyjólfur Jónsson, 31.5.2010 kl. 21:18

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Hanna Birna hefur ekkert haft með landspólitíkina að gera. Hún er í höndum styrkjakónga og styrkjadrottninga Alþingis. Það er ekki sanngjarnt að blanda þessu tvennu ólíku saman.

Guðlaugur Hermannsson, 31.5.2010 kl. 22:01

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll Guðlaugur,

Það er afar erfitt að koma beint utan af götunni og taka slaginn í prófkjöri við fólk sem lengi hefur hreiðrað um sig innan flokkanna.Eiginlega var það of gott til að vera satt að Hjálmar skyldi ná 4. sætinu!

Ég er feginn því að hann skuli hafa ákveðið að hverfa ekki af hólmi. Reyndar er það ekki ósennilegt að hann fái sæti í borgarstjórn í þeirri hrinu afsagna sem virðist vera hafin.

Sigurður Hrellir, 1.6.2010 kl. 00:45

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það sorglega í hérlendri pólitík er það, að endurnýjunin byrjar oftast neðan frá. Þannig er það og hefur því miður alltaf verið. Meinið hefur semsagt verið það að þeir sem byrja neðst, eru á endanum orðnir jafnslæmir þeim efstu, er þangað er komið. Ég hef hins vegar talsvert mikla trú á Hjálmari og vona að það sem hann hefur sagt og haldið fram, á mjög svo skilvirkan hátt í fjölmiðlum um hin ólíkustu mál, framkvæmi hann með gjörðum, en ekki orðum einum saman. Sjáum hvað setur. Orð eru til alls fyrst, en efndirnar eru það sem skiptir höfuðmáli.

Halldór Egill Guðnason, 1.6.2010 kl. 03:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband