Varasamar oftar. 88% orkutap.

Þegar ég flaug með þýska sjónvarpsmenn síðasta sumar eldsnemma morguns frá Sandskeiði af því að Reykjavíkurflugvöllur er lokaður til klukkan sjö, var það erfiðleikum bundið vegna þoku.

Henni ollu gufstrókar Hellisheiðarvirkjunar sem í logninu bjuggu til sérstaka virkjuarþoku yfir landinu á milli Hengils og Vífilfells. 

Útlendingunum þótti þetta sérkennilegt og ekki síður sú staðreynd að 88% gufunnar, sem beisluð væri, færi út í loftið sem ónýtt orka. 

Einnig sú staðreynd að aðeins væri gert ráð fyrir í vísindalegum forsendum virkjananna þarna að hægt væri að tryggja að orkan entist lengur en í 50 ár. 

Í vetur komu dagar þar sem ísþoka myndaðist á Suðurlandsvegi með tilheyrandi hálku og óhöppum. 

Við verðum að sætta okkur við orkutapið og slysahættuna vegna þess að orkan sé dýrmæt. Þess bagalegra er hve ódýrt hún er seld. 

Hins vegar er ekki hægt að sætta sig við þá græðgi og tillitsleysi gagnvart afkomendum okkar að pumpa að meðaltali þrefalt meiri orku upp úr jörðinni en svæðið afkastar til framtíðar. 

Það heitir á góðri íslensku rányrkja en er stærsta felumál íslensku þjóðarinnar þegar hún gumar sig um víða veröld af "endurnýjanlegri" og hreinni orku. 


mbl.is Varað við blásandi borholum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það voru nokkrir dagar þar sem hitastigið fór niður fyrir frostmark og olli hálku. Það blés nokkuð hressilega suma daga, þannig að Ómar komst ekki í loftið til að losa Frúnna við dágóðan skammt af Co2,  og vitir menn, vindurinn blés yfir Reykjavík án þess að hann væri beislaður. Hvað er eiginlega í gangi?

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 21:03

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

FRÚnni var lagt frá október í fyrra þar til nú nýlega. Ekki losaði hún neitt Co2 í vetur.

Vill Rafn Haraldur Sigurðsson leggja flug niður? Á ég að skammast mín fyrir að hafa tekið þær loftmyndir sem ég hef tekið?

Ég ek á ódýrustu og eyðsluminnstu bílum sem völ er á en Rafn Haraldur telur það greiniega ekki nóg heldur virðist krefjast þess að ég gangi allra minna ferða, einn manna. 

Nú eru hné mín orðin léleg og ég get því ekki hlaupið og gengið eins og áður.

Rafn Haraldur virðist telja að ég eigi að skammast mín fyrir að reyna að fara um á annan hátt en gangandi. Við gamlingjarnir eigum greinilega ekki að komast neitt um ef mæta á kröfum Rafns um það að enginn Co2 útblástur stafi af okkar völdum. 

Hvað er eiginlega í gangi? 

Ómar Ragnarsson, 4.6.2010 kl. 00:01

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Til upplýsingar fyrir Rafn Harald og aðra sem sífellt tönnlast á því hvað ég sé mikill orkubruðlari og útblástursseggur:

TF-FRÚ, sem knúin er 160 hestafla bensínhreyfli, var flogið í 50 klukkustundir í fyrra. Venjulegum meðalbíl með að meðaltali um 90 hestafla vél er ekið í 300 klukkustundir að meðatali á ári. 

Ómar Ragnarsson, 4.6.2010 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband