10.6.2010 | 14:34
Óvenjulega snjólétt.
Alveg einstaklega snjólétt er á hálendinu og því má búast við að það verði ekki Kjalvegur einn, sem verði opnaður snemma, heldur einnig aðrir hálendisvegir að leiðinni ofan í Eyjafjörð frátalinni.
Eins og ég hef sagt áður frá er Sauðárflugvöllur harður eins og malbik og hefur verið opinn í 2-3 vikur.
Skaut einni snöggsoðinni ljósmynd af fólki, sem flaug með mér inn á völlinn s. l. sunnudag og undraðist að sjá þar völl á stærð við Reykjavíkurflugvöll í 14 stiga hita inni við jökul í 660 metra hæð.
Sá illa á skjá myndavélarinnar fyrir ofbirtu en á myndinni má sjá að endurnýja þarf vindpokann.
Í baksýn sést Snæfell gnæfa í fjarska.
Ég fékk fréttir af því í dag frá manni, sem var farþegi í Fokker F50 vél í morgun, að Snæfell hefði varla sést svona vel í morgun vegna mikils leirstorms úr lónstæði Hálslóns, en meirihluti lónsins, um 35 ferkílómetrar, er á þurru vegna þess hve miklu verður að hleypa úr því á veturna.
Búið að opna Kjalveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
óvenjusnjólétt er í fjöllum noregs líka.. þeir eru farnir að hafa áhyggjur af rafmagnsverði næsta vetur.
Óskar Þorkelsson, 10.6.2010 kl. 17:19
http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/article3685598.ece
Óskar Þorkelsson, 10.6.2010 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.