Löw og Maradona.

Argentínumenn og Þjóðverjar hafa tekið byrjunina á HM með trompi fyrir sakir stórkostlegs liðsanda, hugmyndaauðgi og samheldni, sem þjálfarar liðanna láta smita út frá sér niður á leikvanginn.

Að sama skapi valda Englendingar vonbrigðum. Einkum er óskaplega ánægjulegt að sjá til þýska landsliðsins, sem er ekki aðeins eins og þrautskipulögð og öguð heild, heldur sést mun meiri hreyfanleiki, frumkvæði, yfirsýn og tímaskyn hjá liðinu en áður hefur sést hjá Þjóðverjum, sem hafa oft verið skammaðir fyrir að leika frekar leiðinlegan fótbolta þótt árangursríkur hafi verið.

Enginn er þó betri en andstæðingurinn leyfir hverju sinni og það á eftir að koma í ljós þegar líður á HM hvort Þjóðverjar halda þessum dampi og hve langt Argentínska liðið kemst á þeim baráttuanda og lífsgleði sem hinn litríki þjálfari þeirra blæs þeim í brjóst. 


mbl.is Löw: Yfirburðir allan leikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góðar líkur á því að Þýskaland og Argentína mætist í 8 liða úrslitum

Óskar Þorkelsson, 14.6.2010 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband