Mikið óskaplega á hann þetta skilið.

Árni Tryggvason skipar sérstakan sess í huga mér. Aðeins tólf ára gamall varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að deila með honum búningsherbergi í tveimur leikritum, sem ég lék í í Iðnó.

Fyrra hlutverkið var mjög vandasamt, hlutverk götustráksins Gavroche í hinni einstöku uppsetningu Gunnars Hansen á höfðuverki Victors Hugo, sem hann gerði að stærra hlutverki en hafði verið í sögunni. 

Hlýja, léttleiki og glaðværð Árna var mér mikilsverð og æ síðan hafa verið traust vináttubönd á milli okkar. Dró ekki úr því að vera á ferðinni sem kollegi hans í skemmtikraftabransanum í þrjátíu ár og ná síðan að gera með honum einn af eftirminnilegustu Stikluþáttum mínum, þar sem hann naut síin sem trillusjómaðurinn í Hrísey. 

Líf og list Árna hafa ekki alltaf verið dans á rósum en hann hefur markað spor í leiklistar- og menningasögu þjóðarinnar sem vert er að hafa í heiðri. Mikið óskaplega á hann þetta skilið.

 


mbl.is Árni Tryggvason heiðraður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Árni Tryggvason er einstakur karakter og einn af þessum klassísku gleðigjöfum sem á einhvern óútskýranlegan hátt gleðja annað fólk með nærveru sinni, einni saman. Stikluþátturinn með honum, dragandi skelplóginn fyrir beitu var frábær eins og reyndar allir þínir Stikluþættir Ómar. Þið tilheyrið báðir heiðursflokki Íslenskra listamanna, hvernig sem á það er litið. Verst að "They don´t make guys like you anymore" að því er virðist.

Halldór Egill Guðnason, 18.6.2010 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband