17.6.2010 | 00:52
Nýr forstjóri, ný stjórn, ný sýn.
Verð og eftirspurn eftir orku fer hækkandi í heiminum og því er eðlilegt að á þeim markaði sé tekið tillit til þess. Á þessu sviði er ástandið það sem kallað er "sellers market" á erlendu máli, markaður þar sem seljendur hafa sterkari stöðu en kaupendur.
Þegar Íslendingar fóru inn á þennan markað fyrir 40 árum tóku þeir upp stefnu, sem gilt hefur allt þar til nú, - að gera það að höfuðatriði að selja vöruna, jafnvel þótt það kostaði það að hún yrði seld á hlægilega lágu verði í stað þess að verðleggja hana í samræmi við verðmæti hennar.
Best birtist þetta í hinum einstæða betlarabæklingi íslenskra stjórnvalda, sem Andri Snær Magnason varpaði hulunni af í bók sinni Framtíðarlandinu.
Kynningarbæklingur þessi var sendur til erlendra stórfyrirtækja 1995 með upphrópuninni: "Lægsta orkuverð ! Sveigjanlegt mat á umhverfisáhrifum!"
Ég hlustaði á Hörð Arnarson tæta fjármálastefnu Landsvirkjunar í tætlur á fundi Viðskiptaráðs 2007.
Mér leist því vel á það þegar hann var ráðinn forstjóri fyrirtækisins sem ný stjórn hafði tekið við stjórnartaumunum í.
Ný stefna í verðlagningu á orkunni kallar líka á breytingu á vali kaupenda, sem rímar við eðli jarðvarmavirkjana. Þessi breyting þarf að verða í þá átt að hafa kaupendurna að orkunni fleiri og smærri í stað þess að setja alla orku heilla landshluta í hendur eins stórfyrirtækis og taka jafnvel með því áhættu af því að ekki finnist næg orka, heldur verði fyrir neyð að fórna enn meiri náttúruverðmætum en upphaflega stóð til.
![]() |
Samið um orkusölu í Straumsvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar "Selllers market" er sem bestur, bíða bestu seljendurnir og sjá hvað "hinir" hafa að bjóða og á hvað þeir eru að kaupa. Gera ekkert, en gera einhverja vitleysu er betra en gera ekkert.?. Imbalógík, en dulítið til í þessu. Sósíalsistar munu hins vegar aldrei skilja þetta, enda á endastöð alls sem heitir "hugsjónir" , "loforð", "skjaldborg heimilanna". "Allt fyrir STÓLINN" og fegurðardrottning Þistilfjarðar og nágrennis, ásamt fyrrverandi flugfreyju og eilífðarauðvaldsandsyggðardrósar, sem ávallt gat eytt, en aldrei neitt greitt, . hefur afrekað að lokum ,að smyrja í boru einn ráðherrastól hjá EU..Sjaldan hefur verið farið eins illa með stafi Íslenska stafrósins og þá sem enn hafa ekki verið boðnir fram.
Halldór Egill Guðnason, 17.6.2010 kl. 03:58
Er bæklingurinn sem um ræðir sá sem á ensku lofaði "minimum environmental redtaping"? Ef það er það sem um er að ræða, þá er það ekkert sérstaklega sveigjanlegt, - það er áheit um að nánast hverskyns umhverfissóðaskapur verði umborinn.
ingunn (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 09:06
Hárrétt, Ingunn, og hefði verið vitað um þennan bækling árið 2001 hefði verið algerlega fyrirsjáanlegt að Kárahnjúkavirkjun flygi í gegnum mat á umhverfisáhrifum eins og raunin varð þrátt fyrir mestu neikvæðu, óafturkræfu umhverfisspjöll sem möguleg eru á þessu landi.
Ómar Ragnarsson, 17.6.2010 kl. 22:49
Það var reyndar vitað um þennan bækling árið 2001. Kannski ekki nógu margir vitað eða of margir verið sofandi. Hann var ræddur á Alþingi árið 1997. Og útvarpserindi um daginn og veginn í útvarpinu var um hann árið 1998.
Pétur Þorleifsson , 18.6.2010 kl. 02:59
Gerður Pálma, 18.6.2010 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.