Jón Sigurðsson, þjóðartáknin og Einar Ben.

Útlendingar kynnu að halda að Íslendingar hneigðust yfirleitt mjög til persónuudýrkunar vegna þess hve stóran sess Jón Sigurðsson skipar í hugum okkar og hve mikið honum er hampað.

En dýrkun okkar á Jóni er aðeins viðurkenning á þeirri staðreynd hvað þessi eini maður gat áorkað miklu fyrir heila þjóð. 

Í stórgóðu og fróðlegu erindi Gunnars Stefánssonar í útvarpinu síðdegis um íslenska fánann og íslenska skjaldarmerkið kom vel fram hvað þessi tvö tákn eru mikilvæg fyrir þjóðina, ímynd hennar og þjóðarvitund. 

Þetta erindi Gunnars ætti að gefa út í bókarpésa og gera að skyldulesningu fyrir alla Íslendinga. 

Hver perlan af annarri skein í þessu erindi, svo sem ræða Sigurðar Eggerz þegar þjóðfáninn var fyrst dreginn að húni 1. desember 1918. 

Hlutur Einars Benediktssonar í fánamálinu kom vel fram í erindi Gunnars, enn eitt dæmið um það sem þessi snillingur og stórmenni færði þjóð sinni. 

Því miður kunni þjóðin ekki að þakka honum það sem skyldi að öllu leyti sem hann færði henni, svo sem það að bjóða honum ekki á Alþingishátíðina 1930 og láta niðurlægingu hans síðustu árin í Herdísarvík viðgangast.  

Erindi Gunnars Stefánsson væri gott efni í stutta heimildarmynd um skjaldarmerkið og þjóðfánann og það er einmitt svona efni sem er það besta sem RUV getur fært eigendum sínum, íslensku þjóðinni. 


mbl.is Fjölmenni á Hrafnseyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég veit ekki með persónudýrkun, en fyrir mér er flaggið táknmynd uppruna míns og heimalands, hvorutveggja sem ég er gríðarlega stoltur af.

Ég bý erlendis og í hvert skipti sem ég sé Íslenska fánanum flaggað fer um mig ánægjutilfinning, akkúrat öfugt við það þegar ég sé viðtöl við ráðamenn okkar, þar fer þá frekar um mig aulahrollur.

En jafnt Íslendingar búsettir erlendis sem og fólk af Íslenskum ættum heldur mikið upp á fánann og er rosalega stolt. Spurðu þetta sama fólk hver Jón Sigurðsson var eða hvernig skjaldarmerkið lítur út - það vill verða fátt um svör.

Heimir Tómasson, 17.6.2010 kl. 22:48

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Já, já þetta með Jón Sigurðsson frá Dýrafirði. Hann tók þátt í söngkeppninni hérna um árið og vann ekki. Var kallaður 500 kallinn. Í dag sagði Jóhanna okkur að Jón væri sérstakur baráttumaður fyrir inngöngu í ESB. Hann kom víst fram á miðilsfundi hjá Samfylkingunni. Mörgum þótti hins vegar áhugaverðast það sem hann sagði um virkjanir. Tvö álver til viðbótar væru ekki tiltökumál. Bara byrja á Bjarnarflagi, þar færi nóga orku að fá.

Mér sýndist ég sjá svartan blett á tungunni á Jóhönnu þegar hún flutti ræðuna. Forsætisráðherra á ekki að vera að bryðja svartan brjóstsykur við svona tækifæri. 

Sigurður Þorsteinsson, 17.6.2010 kl. 23:16

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Sigurður, Egill hefur fjallað um þetta með Jón Sigurðsson og ESB. Sjá hérna. Í daga Jóns var ekkert til neitt sem líkist ESB í dag. Reyndar var á þessum tíma afskaplega lítið um alþjóðleg samtök eins og við þekkjum þau í dag. Forveri Sameinuðu Þjóðana kom ekki fram fyrr en árið 1919 og hét þá League of Nations.

Það er því bæði blekkjandi og villandi að nota Jón Sigurðsson í umræðunni um ESB. Gildir þá einu í hvað tilgangi það er.

Jón Frímann Jónsson, 18.6.2010 kl. 04:18

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Svo mikið veit ég Ómar, að þú hefur ekki komið nálægt því að semja ræðuna fyrir forsætisráðherrann í gær.  A.m.k. ekki kaflann um Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri við Dýrafjörð

Sigurður Sigurðsson, 18.6.2010 kl. 09:00

5 identicon

So what? Hvaða máli skiptir það við hvaða fjörð blessaður karlinn hann Jón fæddist eða hans ágæta kvinna Imba? Jú, jú, nú geta Íslendingar básúnast út af þessum titlingaskít næstu vikurnar. Mörlandinn lætur ekki að sér hæða.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 11:44

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Ómar og fyrirgefðu afskiptaseminna.  Það er þannig Haukur að er við ökum með börnin okkar um landið þá dynja á manni endalausar spurningar og þegar heim er komið þá er maður orðin verulega fróðari vegna þarfa ungafólksins í baksætinnu. 

Flugfreyjur hafa lengra á milli kennileita og flest eru þau í skýjum og því er sem er.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.6.2010 kl. 12:11

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held að sárafáir nútíma Íslendingar viti eitthvað um Jón Sigurðsson eða hafi minnsta áhuga fyrir honum. Hann er bara dauður maður á stalli fyrir þeim.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.6.2010 kl. 20:07

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég held að þetta sé rangt hjá þér  Sigurður Þór.  Auðvita dó hann, það kemur jú fyrir flesta.  En menning þjóða stendur á þeim dauðu.  

Hrólfur Þ Hraundal, 19.6.2010 kl. 09:05

9 identicon

Góðan daginn Hrólfur. Þegar ég keyru um okkar fagra land með börnum og unglingum og segi frá sögufrægum stöðum eða reyni að vekja vek athygli á fagurri nátttúru er mér bara sagt að slaka á og keyra sem snarast í næstu sjoppu. NÚLL áhugi. Og þetta skil ég mæta vel, ég var nefnilega nákvæmlega eins á þessum aldri. Rétt sem að Sigurður Þór segir.

Jón Sigurðsson er dauður maður á stalli. Hvaða hafa margir unglingar lesið ævisögu Jóns, sem Guðjón Friðriksson skrifaði? Örfáir furðufuglar. Hver les í dag Hómer, Schiller eða Goethe? Enginn. Unglingar í dag lesa ekki einu sinni Íslendingasögurnar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband